Hjólað í Bláa Lónið

Bláa lóns þrautin. HjólakeppniHjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR) heldur Bláalónsþrautina í ár eins og öll hin árin. Keppnisgjaldið er 5500 í ár og hefur hækkað um 500 krónur síðan 2012. Það þykir ekki mikil hækkun. Svo er boðið upp á súpu og fleira gúmmilað eftir keppni. Þetta er mikið stuð og gaman að koma haugdrullugur eða rykugur í mark (fer eftir veðri). Þeir sem vilja, hafa farið í Lónið á eftir enda hefur aðgangur að því alltaf verið innifalinn og var framlag Bláa Lónsins til keppninnar.

Nú eru breyttir tímar. Aðgangur er ekki innifalinn í keppnisgjaldi en 150 miðar eru í boði í Lónið á sérstökum afsláttarkjörum, 3.500,- krónur, en þeir gilda eingöngu kvöldið eftir keppni og þarf að bóka um leið og skráning í keppnina fer fram. Þar sem reiknað er með 600 keppendum, þurfa 450 að fara óþvegnir heim, nema þeir borgi fullt verð eins og aðrir gestir og gæti þess að panta tímanlega. Þá kostar það 5800 krónur.

Viðbót: 1000 keppnisnúmer eru í boði í ár. 

Það þarf ekki gripsvit til að sjá vitleysuna í þessu. Mörgum hefur þótt stemmningin í Lóninu eftir keppni vera ómissandi og munu sjá eftir henni. Með þessu er framlag Bláa Lónsins til keppninnar ekkert annað en afnot af bílastæðinu. Kannski verður selt inn á það að ári.

Mér hefur alltaf þótt of dýrt í þennan drullupoll Reykjanessins. Samúð mín er með HFR sem fær skammir fyrir þetta að ósekju. Með þessari gróðasýki hefur Bláa Lónið fyrirgert sínum hlut í keppninni að mínu mati og einboðið að leita annarra leiða til að halda keppni á þessari leið. Við hljótum að geta endað svona keppni við sundlaug einhvers staðar á svæðinu og borgað sanngjarnt gjald fyrir sturtuna.

 

 

 

 

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Hjólað í Bláa Lónið

  1. Mér finnst með ólíkindum að lónið skuli ekki sjá tækifærið í að hafa einn stærsta og vandaðasta hjólreiðaviðburð á landinu undir sínum væng. Ótrúlegt alveg hreint.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s