Mikið vill meira

bláalóniðmynd2Nokkur umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um það tiltæki helsta styrktaraðila Bláalónsþrautarinnar að hætta að bjóða þátttakendum í Lónið að lokinni keppni. Þess í stað verða 150 miðar á sérstöku afsláttarverði eða 3500 krónur. Fullt verð í júní er annars 7300 krónur.  Síðast þegar aðgangur var innifalinn í keppnisgjaldinu var hann metinn á 4950 krónur.  Það munar sjálfsagt um 600 aðgöngumiða og halda mætti að tekjutap fyrirtækisins vegna aðkomu að keppninni væri svo mikið að við því hefði þurft að bregðast. En í ársreikningum þess má glöggt sjá að mikið vill alltaf meira.

Tekjur Bláa lónsins hf. námu 6.176 milljónum króna í fyrra. Hagnaður eftir skatta nam 1.802 milljónum. 766.000 heimsóknir voru skráðar á síðasta ári sem er met.

EBITDA, sem er hagnaður fyrir fjármagnsliði, tekjur og skatta var 2.646 milljónir króna, eða 42,8% af veltu. Eiginfjárhlutfall nam 36% og handbært fé frá rekstri var 2.407 milljónir króna. Eignir félagsins voru í árslok metnar á 7.273 milljónir króna.  Á aðalfundi var samþykkt að greiða hluthöfum arð sem nemur 1.191 milljónum króna. Þetta er ekki fyrsta arðgreiðslan.

Bláa Lónið hefur til þessa ekki greitt virðisaukaskatt af aðgangseyri. Það breytist frá og með síðustu áramótum og að sögn forsvarsmanna verður aðgangseyrir hækkaður sem því nemur. Engin hætta á tekjutapi vegna lagabreytinga.

Ég legg til að hjólreiðamenn sýni fyrirtækinu skilning á þessum erfiðum tímum og leyfi því að selja útlendingum oní pollinn þennan dag á fullu verði. Ef allir tilboðsmiðarnir seljast eru það bara 525 þúsund í kassann. Miðað við fullt verð, verður fyrirtækið þannig af rúmlega hálfri milljón. Það munar um minna.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.