Jörðin er flöt!

útikamarflatjörðungsUmræðuhópar um jarðvísindi, landafræði og margt þeim tengt eru nokkrir á Facebook. Meðlimir eru hlynntir opinni umræðu og skoðanaskiptum og telja sig frekar umburðarlynda í þeim efnum. Þeir eru misvirkir en duglegastir eru nokkrir úngir áhugamenn um vísindi sem telja að jörðin sé flöt. Þeir nota hvert tækifæri til að gagnrýna viðhorf þeirra sem aðhyllast hnattlögun, tala hæðnislega um rétttrúnaðarsöfnuð og fullyrða að upplifun þeirra sé réttari því þeir hafi þegar afbyggt flest rök hinna fornu fræða sem hnattsinnar hafa í hávegum. Sumir flatjörðungar ganga svo langt að segja allt sem frá hnattsinnum kemur hið argasta bull, jafnvel verra en Útvarp Saga.

Flatjörðungum er annt um málfrelsið og setja það ofar öllu. Þeir gera sér grein fyrir að hnattsinnum þykir málflutningur þeirra þreytandi og þrefkenndur en þar sem þeir telja sig hafa á réttu að standa, gefa þeir sig ekki og reyna að komast í sem flesta hópa sem tengjast jarðvísindum, landafræði og ferðalögum. Hver nýr hópur er sem óplægður akur fyrir flatjörðunga og þeir fara mikinn þangað til hópstjóri fær nóg og eyðir viðkomandi flatjörðungi úr hópnum. Það þykir flatjörðungum jaðra við helför, fasisma eða Stalínisma og vera hin argasta ritskoðun.

Reynsluheimur flatjörðunga er ekki stór en hefur mótað þá varanlega. Þegar þeir líta út, sjá þeir flata jörð. Frekari rök eru óþörf.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s