Hættulegir hjálmar

Stóra hjálmamálið hefur yfirtekið samfélagsmiðlana. Eitt vorið enn. Sjálfstæðismenn hamast í meirihlutanum í Reykjavík fyrir almenna mannvonsku að mega ekki dreifa hjálmum fyrir 7 ára börn í skólunum. Stórfyrirtækið Eimskip vill gjarna auglýsa góðmennsku sýna og þar fer fremstur í flokki Ólafur Hand upplýsingafulltrúi sem kvartar sáran og í viðtali við hann kemur þetta fram:

„Það eru góð og gild rök fyrir því að hjálmarnir eru afhentir í skólum: Það tryggir að öll börn fá hjálm og ekkert barn þarf að mæta grátandi í skólann af því að foreldrar þess komust ekki til að ná í hjálminn. Börnin fá kennslu og upplýsingar um hvernig nota eigi hjálminn og hvernig stilla á hann rétt. (ATH) Þeirri fræðslu hefur oftar en ekki verið sinnt af lögreglu, læknum, sjúkraflutningamönnum, skólahjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki. Það er því miður sorgleg staðreynd að margir foreldrar hafa hreinlega ekki efni á því að kaupa hjálm fyrir börnin sín. (Algengt verð á hjálmum er frá 3900 krónum) Oft höfum við fengið símtöl frá lögreglu, læknum og kennurum sem þakka okkur fyrir þessa gjöf. Þannig símtöl koma ætíð í kjölfar þess að barn dettur eða verður fyrir bíl og hjálmurinn bjargar lífi barnsins.“ (Aths. innan sviga eru mínar)

„Ólafur segir að á 13 árum hafi 50 þúsund börn fengið hjálma að gjöf frá Kiwanis og Eimskip.

„Þessi gjöf hefur án efa átt hvað mestan þátt í því að í dag er ekki lengur “hallærislegt“ að nota hjálm. Það hefur mörgum sinnum verið staðfest að þessir tilteknu hjálmar hafi bjargað mannslífum.“

Hér er rétt að staldra við og skoða þessa hjálma sem eiga að vernda viðkvæm höfuð barna á sumri komanda. Þessar myndir eru frá foreldrum sem setja öryggið á oddinn, þekkja vel inn á hjólaöryggi og vanda því valið. En þessi Eimskipshjálmur uppfyllir ekkert af lágmarksskilyrðunum.

hjálmur2

Falskt öryggi

Þetta er hjálmurinn áður en búið er að líma inn í hann svamppúðana sem eiga að láta hann tolla á höfði barnsins. Ólarnar eru utan á hjálminum en ekki að innanverðu eins og í alvöru hjálmum. Hjólreiðafólk þekkir það mætavel að með svona ólum helst hjálmurinn aldrei vel á höfðinu.

Í þessu tilviki var gengið frá svamppúðunum vel og vandlega. Síðan var hjálmurinn settur upp og athugað hversu vel hann félli að höfðinu. Sjá meðfylgjandi myndband. Er þetta öryggið sem Eimskip og Kíwanis vilja miðla til sjö ára barna á landsvísu?

Hlandkoppur er álíka nothæfur, en auðvitað með svamppúðum og merki gefandans á réttum stað.

Til samanburðar er alvöru hjálmur:
2016-04-17 16.59.01
Berum saman myndirnar af þessum hjálmi og hinum fyrir ofan. Takið eftir hvernig ólunum er komið fyrir. Þarna eru engir svamppúðar til að skorða hjálminn á höfði notanda, heldur er hnakkaspenna með stillingu. Hjálmurinn á að falla þétt að og haggast ekki þótt maður hristi höfuðið. Þannig ver hann hjólreiðamann fyrir höfuðmeiðslum við fall.

Viðbót: Höfundur á þrjá hjólreiðahjálma og hefur hjólað mikið í tæp 30 ár.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.