Stóra klögumálið í WOW

omardifeliceHeiðarleiki og drengskapur eru sjálfgildi þess íþróttafólks sem ég þekki. Reglur eru virtar og í stóru WOW-Cyclothon hringferðinni um landið var þess gætt vandlega að skiptingar færu rétt fram og skjól af fylgdarbíl væri ekki notað. Samfylgd liða er leyfð og er æskileg, því þá er hægt að skiptast á við að kljúfa vindinn og meðalhraðinn verður meiri. Það er líka skemmtilegra að vera með öðrum. Oft hætta lið samvinnu þegar um 20 km eru eftir og þá verður til magnaður endasprettur. Önnur lið kjósa að fylgjast að alla leið og það gerðu t.d. Skattur og Bókhald (liðið mitt) og Sensa (sem var okkur samferða frá Skaftafelli).  Svo er fagnað, birtar myndir á fésbókinni og allir eru sáttir. Allir nema Omar Di Felice en hann varð annar í einstaklingsflokki.

Omar er harðorður á fésbókarsíðu sinni og fullyrðir þar að Eiríkur Ingi Jóhannsson, sem kom fyrstur í mark, hafi haft rangt við. Eiríkur hafi haft of margar fylgdarbifreiðar, þar af eina sem njósnaði um Omar og truflaði lið hans. Einnig hafi hann séð hann hverfa upp á hæðina fyrir ofan Vík í Mýrdal og skyndilega hafi bilið orðið 33 km sem gefi til kynna að hann hafi teikað fylgdarbíl eða farið upp í hann. Omar fullyrðir ítrekuð dæmi um drafting, þ.e. að keppinautur hans hafi nýtt kjölsog af fylgdarbíl, en það sparar orku og eykur hraða hjólsins. Hann segir einnig að dómnefnd (keppnisstjórn) hafi  tekið mark á aðfinnslum hans en látið 2 mínútna tímavíti nægja. Á fésbókarsíðunni eru undirtektir góðar við málflutning Omars og við mörlandarnir komum ekki vel út úr þeim. Ítalskir fjölmiðlar hafa nú tekið þetta upp, eins og sjá má af meðfylgjandi úrklippu. Því er einboðið að bregðast við.

Um þetta má segja eftirfarandi: Keppnisstjórn fór vel og vandlega yfir ásakanir Omars og fann ekkert þeim til staðfestingar. Ekkert bendir til nýtingar á kjölsogi og ökuriti sýnir að meint brot í Vík á ekki við rök að styðjast. Eiríkur er réttmætur sigurvegari í einstaklingsflokki í ár.

Þess ber að geta að bíll, tengdur Eiríki, fylgdist lengi vel með Omari á leiðinni, honum til ama og því kvartaði hann. Það telst ekki brot á reglum en engu að síður ákvað keppnisstjórn að gefa honum 2 mínútna tímavíti sem hann tók út á Selfossi.

Omar er frægur ofurhjólari á Ítalíu. Af honum fer ýmsum sögum eins og hér má lesa í frásögn Severin Zotter sem sigraði í Tortour 2014.

„It wasn’t long until I caught up to Omar at the break of dawn again, this time finding him drafting only a few meters behind two 4-person teams. Observing him from a safe distance – the race rules stipulate that there have to be at least 50 meters between two riders – I started another attempt to overtake Omar. When I passed, Omar and the two team-riders pushed harder as well, stayed in my slipstream and didn’t let me get away. I slowed down again, in order not to risk a penalty, and stayed at a safe distance behind that pack of three.

Slightly annoyed, I attempted to overtake Omar one more time, and the same incident happened again: I was about 15km/h faster when I passed him, yet he immediately sped up and was sucking directly on my back wheel. I tried to remind him of the rules, that he had to let me overtake until I was 50 meters ahead, before he could launch a counter-attack himself. He negated this and claimed that 3-5 meters were enough.
I was surprised that Omar and/or his crew had neither read nor understood the rules, and I wondered whether they simply ignored them?“

Þrátt fyrir allt þetta stefnir Omar á að koma aftur hingað að ári og hjóla hringinn.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.