Betra WOW-Cyclothon 2017

aroundIcelandWOW

Mynd: Arnold Björnsson

Að lokinni hringferð er einboðið að gera upp reynsluna. Keppnisstjórn WOW-Cyclothon hefur ekki haldið uppgjörsfundi  með fulltrúum liða síðan 2014 til að fara yfir framkvæmdina og skoða það sem betur má fara. Umræður á samfélagsmiðlum þessa dagana gefa til kynna að utanumhaldið hafi verið gott í ár en þó fær keppnisstjórn gagnrýni vegna ósamræmis milli ákvarðana og reglna og þess eru dæmi að gagnrýni sé tekið illa og persónulega. Þetta er fjölmennasta og lengsta keppni landsins og með veglegustu verðlaunin (flugmiðar fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki). Fyrir utan harða baráttu um fyrstu sæti er oft mikil keppni milli liða innbyrðis og gildir þá einu hvort fertugasta eða sextugasta sætið er í húfi. Keppnisgjöld og kostnaður liða nemur hundruðum þúsunda og því er eðlilegt að gerðar séu kröfur á móti.

  • Reglur og ákvarðanir. Í keppnisreglum WOW-Cyclothon stendur: „1.5. Ekki er hægt að gera breytingar á liðsskipan eftir 31.maí 2016.“ Keppnisstjórn leyfði undanþágur frá þessari reglu. Innkoma nýrra manna sætti gagnrýni og síðan upplýsti keppnisstjórn að þessi undanþága hefði verið óheimil og ákvað að refsa þessum liðum með tímavíti, þrátt fyrir að mistökin væru eingöngu keppnisstjórnar. Hægt er að komast hjá svona hringavitleysu með því að leyfa 2 breytingar á liðsskipan eftir 31. maí. Það er eðlilegt að lið geti brugðist við meiðslum, forföllum, veikindum og öðrum uppákomum.
  • Ræsing í B-flokki. Í ár voru 7 lið í A-flokki fjögurra manna liða en 90 í B-flokki tíu manna liða og fyrir vikið voru 90 fylgdarbílar ásamt 90 hjólreiðamönnum á ferð inn Hvalfjörð á sama tíma á æðisgengnum hraða því allir vildu losna sem fyrst úr þessari þvögu. Of oft lá við slysi. Þessi hópur verður stærri að ári og þá gengur ekki að ræsa alla samtímis. Betra væri að ræsa í 3 eða 4 hópum eftir áætluðum lokatíma liða, þannig að lið með svipaða getu leggja saman af stað.
  • Ef skera þarf úr um úrslit milli liða verður notast við myndavél sem staðsett verður í endamarkinu og skal miða við það þegar fremsti punktur framdekks fremsta hjóls hvers liðs mætir lóðlínu yfir fremri brún endalínu.“ Þessi myndavél virðist ekki hafa verið til staðar. Lausnin er einföld: Setja upp myndavél. Röð og sæti skipta máli.
  • Keppnisstjórn sem samanstendur af þremur einstaklingum getur ákveðið að beita lið í keppninni allt að 30 mínútna tímavíti verði það uppvíst að brotum á almennum reglum eða sértækum reglum flokkanna. Fái lið á sig tímavíti verður það tilkynnt liðsstjóra liðsins um leið. “ Nær útilokað er fyrir keppnisstjórn að fylgjast með öllum liðum. Hér vantar ákvæði um hvernig farið er með innhringdar kvartanir og hvernig brot eru staðfest því hæpið er að láta einhliða frásögn nægja til að dæma víti. Keppnisstjórn verður að hafa skýrar reglur til að styðjast við þannig að refsing verði í samræmi við brot og við ákvörðun refsingar að vísa í viðkomandi reglu sem var brotin. Þetta er nefnt hérna því tímavíti sem sigurvegari í einstaklingsflokki fékk á Selfossi á sér enga stoð í reglum keppninnar og er því geðþóttaákvörðun keppnisstjórnar. Hlutleysi er dyggð. Með því má komast hjá því að búa til óþarfa leiðindi og ríg milli einstaklinga.

Þetta er ekki tæmandi upptalning en verður að duga sem mitt lóð á vogarskálina. Ég stefni á þátttöku að ári og kem eflaust jafn ánægður í mark og núna.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s