Jónsmessuhjólið 2016

krísuvíkurvegur

Almennt er talið að Krísuvíkurpulsan sé fegursta pulsan í sjö sýslum.

Björt er sumarnóttin á Íslandi og á vegi kenndum við Krísuvík verður hjólað fram og til baka í 18,9 km langri lykkju sem oftast er kölluð pulsa. Þetta er stutt lýsing á viðburðinum sem hefst næstkomandi föstudagskvöld, kl. 20.00 við vigtarplanið á veginum og nefnist Jónsmessuhjólið.

Þátttakendur leggja rennireiðum sínum við vigtarplanið eða á bílastæðinu við ÓB sem er skammt frá eða við Ásvallalaug (þ.e. þeir sem ætla að enda nóttina á sundferð) og söðla hjólhest sinn þar sem lína verður mörkuð á götuna. Æskileg mæting er klukkan 19.30. Ræsing verður stundvíslega kl. 20.00. Þetta er sjálfbær viðburður á félagslegum nótum. Sumir ætla bara að hjóla nokkrar pulsur með hópnum og til þess nægir einn brúsi af orkudrykk en 16 hafa heitið að halda út alla nóttina og þá þarf líka að borða eitthvað. Fyrir tilstilli Myllunnar verður eitthvað að maula á staðnum, jafnvel drykkir frá styrktaraðila viðburðarins en best er að hver sjái um sig og sína næringu.

Þetta er fyrsta Jónsmessuhjólið en stefnt er á að halda þennan viðburð árlega hér eftir eða á meðan viðburðarstjórar eru í skikkanlegu hjólreiðaformi. Hver þátttakandi sér um skráningu á sínum kílómetrum og pulsum og færir til bókar á viðburðarsíðunni. Við treystum fólki til að ofreikna ekki, enda auðvelt að staðfesta vegalengd með hjálp Strava eða álíka veftólum. Engin verðlaun eru í boði, aðeins sú ólýsanlega vellíðan sem fylgir því að sigrast á sjálfum sér, hjóla lengra en áður og njóta útivistar í næturkyrrð.

Sjáumst!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.