Beðið eftir slysi

2016-07-29 08.47.31 Við félagarnir hjóluðum Stór-Hafnarfjarðarhringinn í morgun í þriðja sinn í vikunni og stöldruðum við á brúnni við nýja hjólastíginn í Elliðaárdalnum. Þarna eru líka göng undir Reykjanesbrautina og lítið hringtorg til að stýra umferð hjólandi og gangandi. Allt er þetta gott og blessað nema eitt vantar og það er stöðvunarskyldumerki. Sumir hafa varann á og stansa en of margir fara þarna um á fullri ferð, sérstaklega út úr göngunum, þótt ekkert sé útsýnið.

Við spandexplebbarnir höfum nokkrum sinnum rætt þetta í okkar hópi. Við getum auðvitað beðið og vonað að ekki verði slys. En þegar það verður, gefst enn eitt tækifærið til að tala um hjólafasista, hjólanasista og hjóladólga ásamt kröfum um að banna reiðhjól alfarið og helst keyra þá niður sem voga sér út á götu á þeim.

Hinn kosturinn er að hvetja til uppsetningu merkja og vekja til vitundar. Á hvern/hverja er hægt að þrýsta? Vegagerðina? Reykjavíkurborg?

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.