Besti tími Íslendings í járnmanni

Ironman eða Járnmaður þykir með erfiðustu íþróttum heims og þykir afrek að geta lokið slíkri keppni því þar þarf að synda 3,8 kílómetra, hjóla 180 km og hlaupa maraþon að því loknu. Stutt er síðan Geir Ómarsson náði besta tíma Íslendings á þessari vegalengd í Roth í Þýskalandi. Í Kaupmannahöfn var keppt í járnmanni í dag í blíðskaparveðri og voru keppendur á þriðja þúsund. Þar áttum við Íslendingar 11 fulltrúa sem voru landi og þjóð til sóma.

runaraskiptisvæði

Rúnar kemur inn á skiptisvæðið eftir 180 km á hjólinu. Þá er bara maraþonið eftir.

Fremstur í flokki þeirra var Rúnar Örn Ágústsson (Breiðablik) sem synti á 58,39 mínútum, hjólaði á 4:37,49 og hljóp maraþonið á 3:02,49. Heildartími hans er 8 klukkustundir, 43 mínútur og 31 sekúnda. Hann bætir mánaðargamalt Íslandsmet Geirs Ómarssonar um rúmar 5 mínútur. Þessi árangur skilar honum í 14. sæti í heildina og silfri í aldursflokkinum 30-34 ára sem þýðir sæti á heimsmeistaramótinu í Kona á Havaí.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Besti tími Íslendings í járnmanni

  1. Bakvísun: Frábær árangur á heimsmeistaramóti í járnmanni | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s