Skemmtilegasta skraflorðið

Þetta er tilraun til að lagfæra illa unna umfjöllun Fréttatímans um skraflorð:

reynirheibbaegÍslandsmótið í skrafli fer fram helgina 5. og 6. nóvember. Allir geta verið með sem melda sig á viðburðinn á Facebook eða senda skilaboð á Skraflfélag Íslands. Búast má við æsispennandi móti en margir reynsluboltar eru í röðum þátttakenda auk nokkurra nýliða. Nú er skráningarstaðan þannig að 19 hafa tilkynnt þátttöku en 64 sýnt mótinu áhuga. Enn er nægur tími til stefnu.

En þá spyrja forvitnir, hver eru bestu orð sem skraflarar hafa lagt á borð? Hringt var í nokkra.

Sigríður Hjálmarsdóttir hefur verið með á öllum mótunum og hafnaði í þriðja sæti 2014. Hún fékk sérstök verðlaun fyrir frumlegasta orðið í fyrra. Hún lagði niður orðið LEGVERKI sem mótherjinn efaðist um og var þá hringt í dómara sem úrskurðaði að orðið væri gott og gilt.

Benedikt Waage hefur verið með á öllum mótunum og hafnaði í þriðja sæti í fyrra. Hans skemmtilegasta orð er :LÍFSRÝMI  sem lenti á borðinu á skraflkvöldi í Grundarfirði fyrir skömmu

Reynir Hjálmarsson, hefur tekið þátt þrisvar sinnum og var fyrsti Íslandsmeistarinn á mótinu 2013. Hans skemmtilegasta orð er LAGVOPNI

Gísli Ásgeirsson var Íslandsmeistari 2014 og lagði niður orðið BRAUÐGERÐARFORM  á skraflkvöldi með dyggri hjálp mótherjans, sem var Uggi Jónsson og benti sérstaklega á þennan möguleika snemma spils.

Vilhjálmur Þorsteinsson er núverandi Íslandsmeistari og höfundur Netskraflsins. Hann nefndi orðið  LAPSARÐU. Fyrir það fékk Vilhjálmur 194 stig og er þetta stigahæsta orð hans í skrafli. Til samanburðar má nefna að gott þykir að komast yfir 400 stig.

Myndin er úr safni Skraflfélagsins. Á henni sjást tveir viðmælendur Fréttatímans, Reynir og Gísli, ásamt Heiðbjörtu Ídu, sem kom sérstaklega frá Akureyri til að vera með á skraflkvöldinu en þau eru haldin fyrsta miðvikudag hvers mánaðar á Cafe Haíti. Þess má einnig geta að núverandi skráðir notendur í Netskraflinu eru rúmlega 13 þúsund.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.