Hálaunafólk kennara

uppsagniredaveikindi

Reiði kennara vegna launakjara brýst út á margan hátt eins og sjá má í meðfylgjandi úrklippu úr Morgunblaðinu. Hún er dagsett 3,. nóvember 2016 en tónninn er sá sami og 1984 og 1995 þegar ég var enn við kennslu. Þá var óánægja með laun og við beittum verkfallsvopninu tvisvar þar til verkfallssjóðurinn var tómur. Uppskeran var rýr og óánægjan kraumaði undir.  Á tæpum 40 árum er tónninn alltaf eins.

Eitt hefur þó vaxið og dafnað á þessum áratugum en það er yfirbygging Kennarasambandsins. Kennarar greiða ákveðið hlutfall af launum sínum til sambandsins sem hefur nú alls 36 starfsmenn á snærum sínum. 2008 voru þeir 28. Ég man ekki hvað starfsmenn KÍ voru margir 1984 en veðja á tæpan tug.

Af þessum 36 eru kjörnir fulltrúar, formenn og varaformenn alls tólf. Starfsmenn sjóða, gjaldkeri og þjónustufulltrúar eru sex. Starfsmenn við félags-og kjaramál eru níu. Þar af eru fimm sérfræðingar. Við skrifstofu og rekstur þarf níu starfsmenn.

Þetta ágæta fólk hefur til þessa ekki kvartað undan kjörum sínum. Launahæstur er formaðurinn, Þórður Hjaltested, sem hafði 1,128 þúsund í mánaðarlaun árið 2015 ef marka má tekjublað FV. 2014 hafði hann 1.061 þúsund á mánuði. Þetta er 6% hækkun milli ára. Álíka hækkun á almennum kennaralaunum þætti þokkaleg. Tölur um laun formanns á fyrri árum liggja ekki fyrir en vitað er að þau voru undir milljón á mánuði 2010. Þórður er ekki sá eini á ráðherralaunum í hópi forsvarsmanna launafólks því þar eru margir hærri en hann. Þetta þykir kennurum víst í góðu lagi því þeir borga launin og auðvitað vill formaðurinn hafa sambærileg laun og aðrir formenn sérsambanda.

Þessu hálaunafólki gengur hins vegar illa að semja fyrir láglaunahjörðina.Tvisvar á liðnum árum hefur samninganefnd og stjórn Kennarasambandsins lagt kjarasamning fyrir félagsmenn sína og mælt með að þeir yrðu samþykktir. Í bæði skiptin hafa samningarnir verið felldir. Ekki bólar á afsögnum nefndarmanna og formanni KÍ virðist þykja allt í lagi að hafa fengið þessa vantraustsyfirlýsingu sinna félagsmanna.

Starfsemi KÍ heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist, þrátt fyrir tvífellda samninga. Kennarar eru samningslausir. Óánægjan er svipuð og fyrir 20 árum. Af fenginni reynslu veðja ég á að ekkert muni breytast. Kennarar fá ekki launahækkun en halda samt áfram að kenna. Menntuðum kennurum mun fækka jafnt og þétt og æ færri fara í kennaranám. Það eina sem vex og dafnar er yfirbygging sambandsins og einu launin sem hækka, eru laun formannsins og forsvarsmanna kennara.

 

 

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.