Hjóladólgurinn

Fyrirvari: Ég er viss um að 95% hjólreiðafólks hagar sér vel í umferðinni, virðir umferðarreglur og rétt gangandi vegfarenda. Sama prósentutala ætti að gilda um bílstjóraog hundaeigendur. Þessi færsla varðar fulltrúa 5 prósentanna. Hann hitti mig á förnum vegi í dag.

aeropositionEftir slæmt slys fyrir 2 mánuðum þar sem ég braut tíu rifbein og sleit tvö liðbönd í vinstri öxl er svo komið núna að ég má skokka daglega til að liðka skrokkinn og mýkja vöðva og sinar við rifjahylkið. Þetta gengur ágætlega, enda viðrar til útivistar. Í dag var ég á heimleið eftir Hvaleyrarbrautinni í Hafnarfirði, var á gangstéttinni þrátt fyrir klaka og krap. Þarna er lítil umferð og ég uggði ekki að mér en brá þokkalega þegar hjólreiðamaður skaust hratt fram úr mér hægra megin á gangstéttinni, svo nálægt að hann straukst við handlegginn. Ég kallaði eitthvað á eftir honum og hann leit snögglega við, heyrði greinilega í mér en hjólaði upp Hvaleyrarholtið og þar missti ég af honum, þótt ég greikkaði sporið sem mest ég mátti því mér rann í skap við þetta. Á þessu stigi bataferilsins er árekstur eða fall það síðasta sem ég vil lenda í.Eitt skref til hliðar rétt áður en hann kom að mér hefði endað með vondum árekstri. Þetta pirraði mig ósegjanlega og í von um að viðkomandi lesi þetta og taki til sín, er þetta ritað.

Ég er sjálfur hjólreiðamaður og kappkosta að láta vita af mér þegar ég nálgast gangandi/skokkandi vegfarendur. Ég kalla „Hjól“ eða hóa, býð góðan daginn, hrósa veðrinu/hundinum, ef hann er með í för og gæti þess að fara ekki of nálægt fólki. Ég hef eingöngu góða reynslu af slíkum samskiptum. Ég þarf ekki að halda einhverjum meðalhraða sem er svo heilagur að það má ekki hægja á sér. Allir hjólreiðamenn sem ég þekki (þeir eru margir) eru sama sinnis að því ég best veit. Ég geri enga kröfu um bjöllu á hjól ef fólk lætur vita af sér.

Í fyrirvara færslunnar er getið um þessi fimm prósent sem koma óorði á hin 95%. Fimm prósentin láta ekki vita af sér með bjöllu eða kalli, nota ljós í lágmarki eða ekki og hafa einstakt lag á að birtast á síðustu stundu á götum eða gangstígum. Fimm prósentunum finnst svalt að fara fram úr gangandi fólki eða skokkandi á mikilli ferð. Fimm prósentin verðskulda hundskammir fyrir framferði sitt. Fimm prósent eru of hátt hlutfall af hópnum. Lækkum þessa tölu.

 

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s