Afrek eða vinsældir?

 

eldhúskollurÉg samgleðst jafnan íþróttamanni ársins hverju sinni en áskil mér þó rétt til að gagnrýna valið og hef gert frekar mikið af því undanfarin ár. Það er ekki til að gera lítið úr niðurstöðunni eða smætta heiðurinn sem fylgir titlinum, heldur til að velta upp forsendum og viðmiðum. Listinn yfir íþróttamenn ársins er fróðlegur, einkum vegna þeirra sem hrepptu ekki efsta sætið, þrátt fyrir afrek og verðlaunasæti.

Ef eingöngu á að meta afrek ársins 2016, þá eru Hrafnhildur og Júlían þau einu sem voru í verðlaunasætum á EM á árinu. Hrafnhildur var líka á ÓL (6. sæti) og náði betra árangri. Með réttu hefðu þau átt að vera í efstu sætunum. Íþróttamaður ársins státar vissulega af góðum árangri með liði sínu og er frábær íþróttamaður. En hann vann engin verðlaun á stórmóti, hvorki gull, silfur né brons.

Árangur Hrafnhildar er þar að auki betri en hjá Eygló Ósk sem varð íþróttamaður ársins 2015. Sú niðurstaða kom mér á óvart þá, enda hafði mörgum boltakarlinum gengið vel með sínu liði og það hefur löngum dugar þeim vel í þessu kjöri.

Jón Arnór Stefánsson var hlutskarpastur 2014. Hann vann heldur engin verðlaun en var í liði sem komst á stórmót og lék ágætlega með félagsliði sínu. Sama má segja um þau fjögur sem eru í næstu sætum og sjálfsagt hefur huglægt mat íþróttafréttamanna ráðið úrslitum.

Gylfi Sigurðsson 2013:  Honum gekk vel í sinni íþrótt og var í karlalandsliðinu á árinu sem var einum leik frá því að tryggja sér þátttökurétt á HM í Brasilíu. Í öðru sæti var Aníta Hinriksdóttir sem varð bæði heimsmeistari og Evrópumeistari unglinga í 800 metra hlaupi.

Þetta eru nokkur dæmi af mörgum sem rifjast upp við skoðun á listanum, t.d. þetta. Árið 1994 komst knattspyrnulið í 8 liða úrslit á EM, eins og „strákarnir okkar“ afrekuðu í vor. Með sömu rökum og færð eru fyrir vali núverandi íþróttamanns ársins, mætti ætla að fulltrúi þessa liðs hafi hampað bikarnum eftirsótta þá um haustið. Svo fór þó ekki. Kannski vegna þess að um kvennalandslið var að ræða.

Aðeins 5 konur hafa náð efsta sæti í kjörinu á 60 árum, þrátt fyrir að hafa oft verið efstar þegar einungis er litið á afrek á mótum. Hlutfall kynjanna í þessu kjöri er margþvæld umræða. En þetta snýst ekki um hlutföll eða kyn, ekki vinsældir, heldur afrek. Mér er nákvæmlega sama um kyn þess sem hlýtur kollinn, ef viðkomandi er fremst(ur) meðal jafningja. Þar á huglægt mat nokkurra fréttamanna ekki að ráða úrslitum.

Ég er ekki einn um ofangreinda gagnrýni eins og lesa má hérna. Þar segir frá yfirlýsingu Fimleikasambandsins  árið 2012. Hún er enn í fullu gildi:

„Almenningur telur með réttu að ÍSÍ hafi beina aðkomu að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins hverju sinni þar sem bæði merki ÍSÍ og styrktaraðila þess hafa verið mjög áberandi á hátíðinni sem viðurkenningin hefur verið veitt.

Um er að ræða mjög þröngan hóp einstaklinga sem við núverandi aðstæður kemur að vali á íþróttamanni ársins og er það gert í umboði fyrirtækja sem þeir starfa hjá.  Nú er svo komið að ein fyrirtækjasamstæða heldur á nærri helmingi atkvæða í framangreindu kjöri. 

Sérsambönd innan raða ÍSÍ kjósa almennt íþróttamann og íþróttakonu sem skarað hafa framúr á umliðnu ári hverju sinni.  Það gerir ÍSÍ hins vegar ekki sjálft.  Með nútíma tækni á ÍSÍ að vera leikur einn að endurskoða aðkomu sína að kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjósa sjálf sinn eigin íþróttamann og íþróttakonu ársins hverju sinni, sem getur grundvallast á því vali sem farið hefur fram innan sérsambanda hverju sinni.

Sem fjölmennustu félagasamtök landsins á ÍSÍ ekki að framselja umrætt val á íþróttamanni ársins til mjög þröngs hóps einstaklinga heldur setja upp fyrirkomulag með aðstoð nútímatækni þar sem jafnvel allir félagsmenn innan raða ÍSÍ geta komið að vali á íþróttamanni og íþróttakonu ársins, grundvallað á lýðræðislegum vinnubrögðum en ekki sjónarmiðum þröngs hóps einstaklinga sem kjósa í umboði þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá.“

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s