Dýru rafbækurnar eru stundum ókeypis

Hansen_Chemical_9.pdfÞessi frétt Morgunblaðsins er athygli verð af ýmsum ástæðum. Hún fjallar um verðlagningu á rafbókum sem mér hafa til þessa þótt dýrar og fjallaði um það í þessum færslum. En í frétt Mbl segir í lokin:

Miðað við laus­leg­an verðsam­an­b­urð á vefj­um helstu raf­bók­sala; Heim­kaupa, Ey­munds­son, Bók­sölu Stúd­enta og e-bóka, er ljóst að verðmun­ur á þess­um markaði get­ur verið þónokk­ur. Bók­in Introducti­on to Pharmaceutical Chemical Ana­lys­is, sem lögð er til grund­vall­ar námi á vormiss­eri 2017 í Há­skóla Íslands, kost­ar þannig til dæm­is 25.899 kr. á vef Ey­munds­son, 24.180 kr. á vef E-bóka, 24.920 kr. á vef Bók­sölu stúd­enta og 24.890 kr. á vef Heim­kaupa. Að auki er tækni­leg­ur mun­ur á bók­un­um. Heim­kaup býður bók­ina í gagn­virku les­for­riti, Vital Source, en hinar bók­söl­urn­ar bjóða bók­ina sem PDF skjal, sem er minna gagn­virkt.

Verðmunurinn er mikill og þessi bók sem nefnd er í fréttinni er á svo háu verði að væri ég þokkalega blankur stúdent myndi ég leita annarra leiða en að borga svona hátt verð og lái mér hver sem vill. Það þarf ekki langa leit á netinu til að finna bókaveitur sem heimila niðurhal á þessari bók og væntanlega öðrum sem eru í svipuðum verðflokki hjá Bóksölu Stúdenta og víðar. Fyrir þetta niðurhal þarf ekki að greiða. Í þessa upptalningu vantar því verðið 0. Bókin er á PDF formi og auðlæsileg í spjaldtölvu/lestölvu.

Ég veit að það er ekki til fyrirmyndar að verða sér úti um hugverk með þessum hætti. En stundum brýtur nauðsyn lög og þegar valið stendur á milli 25 þúsunda og 0 sýnist mér niðurstaðan einboðin.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s