Þráinn hættir á fésbók

Þráinn Bertelsson hættir á Facebook. Þetta er fyrirsögn sem kemur ekki lengur á óvart því talnaglöggir herma að hann hafi nú tekið pokann sinn í fimmta sinn og eru uppi veðmál um hvenær hann kemur aftur. Flestir veðja á viku. Einboðið er að rifja upp helstu hurðaskelli skáldsins á samfélagsmiðlinum þar sem hann lét sér lengi vel nægja að blokkera alla sem struku honum öfugt.

thrainnhaettir2012

Þessi sögulega útganga af fésbókinni er frá 2012 og fékk mikla umfjöllun netmiðla því í þá daga þótti það frétt ef nafntogað fólk vogaði sér að draga sig í hlé með þessum hætti.

thrainnhaettir2015

Þessi útganga er frá 2015. Óstaðfestar fregnir herma að á árunum þremur milli fyrstu og annarrar útgöngu hafi Þráinn hætt nokkrum sinnum án þess að það kæmist í hámæli. Þetta ætti að brýna tíðindafólk fjölmiðla að vera vakandi fyrir svona viðburðum og hafa puttann á púlsinum margfræga.

thrainnhaettir2017

Þriðja skjalfesta útgangan varð í gær. Þráinn vildi birta mynd frá Fjölskylduhjálpinni en fékk ekki og sárnaði ákaflega.

Því er treyst að eftir hæfilegan tíma muni úrklippa með álíka frétt og hér eru fyrir ofan, birtast á netmiðlum. Þráinn er nefnilega eins og Marteinn Mosdal. Hann kemur alltaf aftur. Þar sem ritstjórn Málbeinsins lenti í blokkinni hans fyrir fimm árum, væri vel þegið ef einhver þeirra sem er enn er í náðinni hjá skáldinu, kæmi til hans knúsi og kveðjum. Ekki væri verra að fá meldingu um endurkomu hans. Þar skarar hann fram úr frelsara kristinna manna. Það með getur ritstjórnin hætt að safna íhjólsfyrirsögnum sem nálgast nú 200. Þráinn má taka við keflinu.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s