Helvítis hjólafólkið

Fyrirsögnin er fengin frá manni sem ók inn í hóp hjólreiðafólks forðum daga og reif síðan kjaft þegar við því var amast. Hann gat ekki beðið í 20 sekúndur. Hann er fulltrúi þeirra sem amast við hjólreiðafólki á þjóðvegum, umferðargötum, gangstéttum og stígum, sér ekkert athugavert við fullyrðingar um allt að 90 km hraða þeirra á ferðum sínum um borgina í spandexfötum sínum (merkilegt hvað þessi fatnaður ergir marga) og drekkur í sig allt sem þjónar skoðunum hans. Hann á skoðanasystkin víða og þau skjóta upp kollinum í fjölmiðlum þar sem blótsyrðin eru spöruð en fordómar og þekkingarleysi krauma undir. Þessar fyrirsagnir eru dæmi þar um:

Ofangreind fyrirsögn er smelluveiðari og nær tilætluðum árangri. Þrátt fyrir að hún byggi á yfirgripsmiklu skilningsleysi blaðamanns sem er ítrekað leiðrétt í athugasemdum við fréttina, er aragrúi athugasemda reiðra lesenda inn á milli sem hreyta í hjólreiðafólk, bölsótast um forgangsröð borgarinnar, bruðl, eyðslu og borgarstjórann, milli þess sem álíka sleggjudómum er kastað fram. Samt kemur fram að raunkostnaður við hjólreiðastíginn er aðeins 4.3 milljónir. En hafa skal það sem hneykslar meira og sumt fólk les jú bara fyrirsagnir.

Sami blaðamaður gerði líka í nytina sína þegar hann ritaði ofangreinda frétt þar sem hjólreiðafólk var talið valda flestum slysum í umferðinni. Það þurfti leiðréttingu frá Samgöngustofu til að ritstjórn Vísis tæki út helstu rangfærslurnar en það gerðist ekki fyrr en eftir fjóra daga. Eftir það var fyrirsögnin þessi:

Auðvitað er hægt að sleppa því að pirra sig á svona fölskum fréttaflutningi og rangfærslum en þegar vitleysan bergmálar í athugasemdum og fésbókarfærslum með tilheyrandi jákór, verður þetta þreytandi.

Á Bylgjunni í gærmorgun (2. maí) var umfjöllun um hjálpardekk á reiðhjólum sem snerist síðan upp í tilfinningakenndar fullyrðingar um hjólreiðahraða á stígum, tillitssemi og pirring. Þar kom margt fram sem hjólreiðafólki kann að þykja sérkennilegt, enda virtust spyrjendur  álíka fáfróðir um hjólreiðar og ofangreindur Benedikt Bóas. Viðmælandinn var snöggtum skárri, enda fulltrúi Samgöngustofu og telst þar með til sérfræðinga um umferð, umferðarlög og umferðarreglur.Hún sagði t.d. þetta:

…Við þurfum ekki síður að fara að ala upp nýja vegfarendur á hjólreiðastígunum um svona almenna tillitsssemi, því barn sem fer út á hjólreiðastíga á hjálpardekkjum, það er bara í stórhættu því þarna fara hjólreiðamenn mjög hratt og við þurfum svolítið að fara að hugsa hjólreiðar upp á nýtt því það gilda   ákveðnar umferðarreglur um hjólreiðar á stígunum.“ 
Síðan er rætt um hjólreiðamenn á götum.
„…þeir sem kynna sér málið vita að þeir eiga að vera í beinni röð…
Síðan barst talið að hjólastígum og hraða hjólreiðamanna á þeim:
“ Í lögunum stendur að það megi ekki fara hraðar en á 15 km hraða á reiðhjóli.“

Leit að umferðarreglum um hjólreiðar á stígum bar ekki árangur. Aðeins fannst þessi grein frá 2011. Óskýrar reglur þvælast fyrir

Fullyrðingin um beinu röðina stenst að hluta: Í umferðarlögum segir: 39.gr. Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda.

Fullyrðingin um 15 km hámarkshraða reiðhjóla á sér enga stoð í lögum eða reglum. Hugsanlega vita sérfræðingar Samgöngustofu betur og þangað hafa nú verið send bréf með óskum um nánari upplýsingar. Vonandi eru þeir í hópi þeirra sem kynna sér málin og vita hvað stendur í lögunum.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Helvítis hjólafólkið

  1. Sæll …
    Ég er voðalega forvitinn um myndina sem þú varst með við þessa frétt á forsíðu – af ketti að skoða hnakkinn á hjólinu þínu. Mig langar svo að vita hvar og hvenær hún var tekin því mér sýnist þetta gæti verið köttur sem hvarf rá okkur fyrir um ári síðan …

    En annars takk fyrir flotta pistla til varnar okkur hjólafólki 🙂

    Benedikt Magnússon

    • Sæll. Þessi mynd er tekin við Herjólfsgötu 2013. Ég held að ég fari rétt með að ég hef oft séð þennan kött á vappi þar.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.