Um einbeittan vilja til að slasa aðra

Samgöngumál og góðar samgöngur snúast fyrst og fremst um bíla sem þurfa að komast á sem skemmstum tíma milli staða. Akreinar eiga að vera breiðar og margar, hringtorgin fá og helst vill fólk lenda á grænu ljósi alla leið. Hámarkshraði er viðmið, stefnuljós eru notuð sparlega en snjallsímar í æ ríkari mæli. Þessi stefna og þessi viðhorf hafa skapað hugsunarhátt forréttinda sem erfitt er að venja sig af. Og allt í einu er hjólreiðafólk út um allt sem þarf að taka tillit til. Það þykir 5% ökumanna hið versta mál. Í anda sanngirni skal þess getið að 95% ökumanna eru til fyrirmyndar. Þessi færsla fjallar um hinn hópinn,  prósentin fimm sem spara sig hvergi í að sýna forréttindafrekjuna í ræðu og riti Og sumir ganga lengra. Hjólreiðafólk kann ótal sögur af samskiptum við 5% fólkið. Hér eru nokkrar.

„Þetta var fyrsti dagurinn í „Hjólað í vinnuna“ miðvikudaginn 3.maí og ég er að hjóla leið sem ég hef ekki farið í langan tíma. Ég kem frá Kópavogi inn í Nauthólsvík og þaðan í Skerjafjörðinn. Á Skeljanesinu og hálfu Einarsnesinu er gatan sérstaklega merkt hjólurum en svo tekur hjólastígur við. Ég sem hjóla alltaf á stígum ramba ekki inn á stíginn eiginlega fyrir mistök heldur hjóla á götunni en passa mig að vera alveg út í kanti fyrir utan að þetta skipti svo sem ekki máli því það var engin umferð og gott veður. Þegar ég er hjóla götuna nálægt Bike Cave kemur bíll aðvífandi og þar er reið kona sem skrúfar niður rúðuna og kallar á mig að fara á stíginn, ég hristi hausinn og bendi að ég ætli að hjóla áfram enda komst ég ekki inn á stíginn þar og nennti ekki að snúa við. Hún æsist bara og eltir mig og skammast. Ég segi henni að þetta skipti ekki miklu máli því ég sé nú ekkert fyrir henni og nóg pláss og engin umferð. Hún heldur áfram að elta mig og er virkilega dónaleg og þá segi ég við hana að þetta sé óviðeigandi og hún skuli sýna kurteisi og þetta sé bara spurning um að sýna smá umburðarlyndi og tillitsemi en hún skammast bara meira.

Þegar hún loksins skrúfar upp rúðuna á bílnum og hættir að elta mig erum við komnar vel inn á Suðurgötuna en ég kemst ekki inn á stíginn akkúrat þar því ég var komin fram hjá rampinum og fyrir utan það þá endar stígurinn við Þorragötu þar sem ég þurfti að beygja inn til að komast í vinnu. Hún heldur áfram akstrinum og ég hjólandi á eftir báðar að auka hraðann…en hvað haldið þið að hún geri!! Hún nauðhemlar á miðri götu vitandi af mér fyrir aftan hana svo ég rétt svo náði að bremsa og halda jafnvægi. Hefðu viðbrögð mín ekki verið svona skjót hefði farið mjög illa en það vildi svo heppilega til að ég var á nýju hjóli með góðum bremsum og nei það hljóp ekki köttur fyrir bílinn eða neitt svoleiðis hún var að leika sér af þessu….svo keyrði hún bara í burtu.

Ég ætlaði varla að þora út að hjóla aftur og þori ekki fyrir mitt litla líf á göturnar nema í neyð vitandi af þessu örfáu dónum þarna úti. En það skal tekið fram að þetta er í eina skiptið sem ég hef lent í svona allir aðrir eru mjög tillitsamir og sama með mig ég tileinka mér það sama.“ Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir.

„Ég var að hjóla eftir Háaleitisbrautinni að Miklubraut eftir æfingu um kl. 20 þegar bíll straukst næstum við mig þegar hann tróð sér fram úr mér rétt við ljósin. Engin umferð og nóg pláss á hinum akreinunum. Og til þess eins að stoppa beint fyrir framan mig. Þetta er alls ekki nýtt að þetta gerist en ég bankaði á rúðuna og sagði að hann hafi búið til mikla hættu með því að keyra svona nálægt mér. Svarið hans var að ég hefði vel getað verið nær götubrúninni! Ég hafði ca 25 cm takk.  Hann hafði þrjár akreinar til umráða. Það var ekki nóg. Þuríður Ósk Gunnarsdóttir.

Nú mætti halda að einboðið væri að kæra til lögreglu. En þar á bæ er mikið að gera og málum sjálfsagt forgangsraðað.

Síðast þegar ég var beinlínis keyrður niður tók 4 mánuði að fá lögreglu til að taka skýrslu af ökumanninum. Skýrslutakan tók 9 mínútur, það var ekkert spurt um atvikið, bara hvers vegna viðkomandi stakk af og hans fyrsta svar tekið gott og gilt. Engin tilraun gerð til að hafa samband við neitt af þeim 3 vitnum sem voru gefin upp.

„Reiðhjól eru lögum samkvæmt skilgreind sem ökutæki og því gilda í grundvallar atriðum sömu lög og reglur um akstur reiðhjóla og bíla.-Samgöngustofa.“ Í 95% tilvika gengur þessi sambúð á götunum vel. Spurningin er núna: Hvernig er hægt að hækka þessa tölu?

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.