Hálfvitar og sauðir

Ég sat við skjáinn í gærkvöldi og í rauðabítið og fylgdist með hjólreiðafólki í hringferð um landið undir merkjum WOW-Cyclothon. Umgjörð keppninnar verður vandaðri með hverju ári, mikið er lagt upp úr öryggi keppenda og annarra vegfarenda og í því skyni var margauglýst í fjölmiðlum hvenær keppnin yrði ræst og hvenær þessi stóri hópur hjólreiðafólks og fylgdarbíla færi um Hvalfjörð, í von um tillitssemi þessa 2 klukkutíma ársins sem þetta gengi yfir.

Öll þessi fyrirhöfn nægir ekki. Víða í umræðum á samfélagsmiðlum þessa dagana óska bílstjórar og fylgismenn þeirra þess heitast að keppnin sé ekki á hringveginum, að hún verði stöðvuð yfir daginn meðan flutningabílar fara um og þá er stutt í að hnútum sé kastað í spandexplebbana.

Af þessum toga er færslan í skjáskotinu. Hún hefur farið vítt á fésbókinni, einkum í hópi jásystkina bílstjórans sem eru sammála öllu og espa hvert annað upp í hita og reiði, þangað til vaskur fulltrúi þeirra deilir færslunni  í hóp Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Þar eru ekki spöruð upphrópunarmerki og brýningar.

Í fylgitexta með deilingunni er reyndar ein villa sem hér með verður leiðrétt: „Lesið þetta!!!!!!… Og reynið að hugsa….. Það eru ekki allir svona miklir hálfvitar í umferðinni og kunna að AKA á þjóðvegum, en það virðast vera nokkuð margir sauðir í þessarri grein….“

Það þarf beinlínis einbeittan vilja til að skapa leiðindi á þennan hátt. Og tilraunum til að svara þessari meintu gagnrýni er mætt með fullyrðingum um að „við séum ekki í lagi“. Það er sjálfsagt rétt. Af því við verðum ekki við þessum tilmælum um að hjóla ekki á þjóðvegum, hjóla ekki á daginn og viljum gagnkvæma tillitssemi allra vegfarenda um vegi landsins, þá erum við ekki í lagi. Kannski verðum við í lagi þegar við viðurkennum forréttindastöðu vélknúinna ökutækja og hættum að þvælast fyrir þeim.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s