Á 80 km hraða í spandexi…

Mynd af dæmigerðu hjólreiðafólki. Ekki er vitað hversu mörg eru í spandexi.

Ég lifi í þeirri trú að 95% hjólara og bílstjóra sé gott og tillitssamt fólk sem kann umferðarreglur, tekur tillit, lætur vita af sér, kemur ekki á seinna hundraðinu fyrir blindhorn, o.s.frv. Hin fimm prósentin  koma óorði á umferðarmenningu á götum, hjólastígum og göngustígum. Í hópum hjólafólks á fésbókinni er rekinn harður áróður fyrir tillitssemi, bjöllunotkun, aðgát og almennri kurteisi og veitir ekki af því hjólreiðafólk sætir daglega gagnrýni fyrir framkomu sína í umferðinni. Sumt á við rök að styðjast. Annað er argasta bull og ber þar hæst fullyrðingar um hraða. Þar hefur hæst fólk sem hjólar ekki, á ekki reiðhjól og étur upp fullyrðingar annarra sem vella út um suðurendann á virkum í athugasemdum.Þess er jafnan gætt að láta fylgja sögunni að viðkomandi dólgar hafi verið í spandexi. Neðangreind dæmi eru ný:

hér hjóla menn í spandexinu á 60 km hraði á gangstéttum í miðborginni

 Reyndar er ég sem varkár bílastelpa afar pirruð út í alltof marga hjólreiðamenn sem vaða yfir gagnbrautir án þess að stoppaog gá að sér á 80 km hraða, sleppa því að nota bjöllur á hjólreiða/gangstígum

Ég á ágætis hjól og spandexbrók og hef gaman af hjólreiðum um Hafnarfjörð og úthverfi bæjarins. Á götum, gangstígum og hjólastígum,  þar sem aðrir en ég eru á ferli, fer hraðinn sjaldan yfir 25 km. Á gangstéttum er ekki farandi yfir 20 km. Á breiðum og góðum leiðum, t.d. við Sæbrautina er hægt að fara yfir 40 á góðum degi við góðar aðstæður. Þetta eru svipaðar tölur og Árni Davíðsson setti fram í sinni samantekt:

Að þessu sögðu er ljóst að sumt hjólreiðafólk þarf hvort sem er að girða sig í (spandex)brók og temja sér aðgát og tillitssemi. Endanlegt takmark er að alþýða manna elski og dái hjólreiðafólk sem fyrirmyndir í umferðinni.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.