Fyrsta Laugavegshlaupið

Endur fyrir löngu var hópurinn sem stundaði löngu hlaupin ekki stærri en svo að ég þekkti alla, í það minnsta í sjón. Þessi mynd rak á fésbókarfjörur mínar í morgun og hreyfði við minninu. Þetta er í júlí 1997 og við erum í Hrauneyjum, sennilega nýbúnir að jeta pasta með öllu og byrjaðir að skiptast á húsráðum og reynslusögum. Þarna sé ég nafna minn Ragnarsson, Vögg, Sigga Gunnsteins, Halldór Guðmundsson, Sigga Ingvars, Pétur Helgason og sá sem snýr bakinu í myndavélina er kunnuglegur en nú eru 20 ár liðin frá hlaupinu og ég farinn að gleyma. Held samt að þetta sé Guðjón Ólafsson.

Fyrstu árin vorum við flest saman kvöldið fyrir hlaupið, gistum í Hrauneyjum, elduðum nokkrum sinnum saman pasta og stilltum okkar strengi. Þá voru vaðpokar í boði yfir Bláfjallakvíslina því skóskipti voru ekki inni í myndinni, sameiginlegt grill var í Þórsmörk þar sem makar og vinir komu sterkir inn og svo dottuðu flestir í rútunni í bæinn. Þetta voru stórkostleg sumur og við sem erum þarna, fórum aftur og aftur þessa fallegustu hlaupaleið sem landið hefur upp á að bjóða. Níu sinnum lagði ég af stað og kláraði átta sinnum (varð að hætta þegar vonda veðrið var).

Meðan ég hélt úti hlaupabloggi, skrifaði ég hlaupasögur og safnaði sögum annarra. Þessi frásögn er frá árinu 1998, þegar við vorum öll orðin hokin af reynslu eftir fyrsta árið, þegar ein rútufylli hlaupara lagði af stað. Mér er minnisstæðast að við nafnar villtumst í Þórsmörkinni og brutust gegnum skógarþykknið í leit að Langadalsskálanum. Fyrsti maður þetta ár var heldur ekki viss á leiðinni eftir Þröngána en hafði stefnuna á Langadal nokkurn veginn á hreinu. Að vísu var ekki búið að setja upp marksvæðið og svoleiðis en skeiðklukkan hafði verið ræst á réttum tíma og allir fengu lokatímann sinn.

Við vorum ekki mörg fyrstu árin. Nú fara skráningar yfir 500, skipulagið orðið mikið og vel smurt,  en tímatökuflögur eru EKKI komnar í stað skeiðklukkna (leiðrétt eftir ábendingu). Hlauphaldarar búa að 20 ára reynslu og geta nú brugðist við flestum aðstæðum. Á þessum 20 árum höfum við fengið steikjandi hita við hættumörk, haglél og slyddu í fangið lungann af leiðinni, vatnavextir hafa hamlað för en oftast hefur notalegur meðvindur að austan hjálpað. Tæknin er nú slík að ég gat fylgst með gengi tengdasonar míns á farsímaskjá.

Ég er viss um að ég á eftir að fara Laugaveginn einhvern tíma, einu sinni enn. Kannski á hjóli, kannski með samlokuhætti eins og fyrir nokkrum árum, kannski gangandi. Það bíður betri tíma.

 

 

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.