Besti tími Íslendings í járnmanni!!

Í dag fór fram í Calella á Spáni Ironman Barcelona þar sem byrjað er á að synda 3,8 km, síðan eru hjólaðir 180 km og að lokum hlaupa keppendur heilt maraþon. Aðstæður voru góðar, sléttur sjór og skýjað framan af en svo hækkaði hitinn jafnt og þétt.

Í hópi 1800 keppenda voru tólf frá Íslandi. Fyrstur þeirra í mark var Geir Ómarsson sem náði besta tíma Íslendings frá upphafi á þessari vegalengd eða 8 klukkustundir, 39 mínútur og 34 sekúndur. Hann er í 16. sæti í karlaflokki í heildina og eru þá atvinnumenn taldir með. Ef eingöngu er horft á árangur áhugamanna er hann í fjórða sæti. Geir sigraði í sínum aldursflokki, 40-44 ára, og öðlast þar með keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í járnmanni á Havaí að ári. Geir stundar sína íþrótt með fullri vinnu, ólíkt tugum atvinnumanna sem voru á eftir honum í dag. Það gerir árangurinn enn merkilegri og á heimsmælikvarða.

Hér sjást tímar Geirs á hverri vegalengd. Trans 1 og 2 eru tímar á skiptisvæðum. Lokatíminn er 08:39:34

Geir Ómarsson var sporléttur á lokahringnum í Calella í dag.

Þetta er lokastaðan í karlaflokki í Ironman Barcelona. Besti árangur Íslendings á þessari vegalengd!

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.