Heilsuhælið í Reykjanesi

Á liðnu vori kom út árbók FÍ fyrir 2017, afar glæsilegt  rit sem ber titilinn „Við Djúpið blátt – Ísafjarðardjúp.“ Höfundur er dr. Ólína Þorvarðardóttir, sem lengi bjó fyrir vestan og kann þar á mörgu skil. Mikil vinna er að baki svona rits  og gamlir Djúpmenn lesa sér til yndis um sveitirnar sem voru, mannlíf og staðhætti. Nokkrar smávillur hafa þó slæðst inn og hefur ritnefnd fengið athugasemdir þar að lútandi. Ein villan er þó öðrum meinlegri og á sérkennilega forsögu sem verður nú rakin.

Í Reykjanesi við Djúp var reistur héraðsskóli með heimavist og var starfræktur lengi. Þar er jarðhiti og 50 metra löng sundlaug sem gaman var að busla í. Svo fækkaði börnum í sveitinni og að lokum var ekki lengur grundvöllur fyrir skólahaldi. Núna er þar rekið hótel. Þangað komu stundum á sjöunda áratugnum húsmæður í orlofi og dvöldu viku í senn.

Á bls. 189 í bók Ólínu segir um Reykjanes við Djúp:“Um  skeið var þar vinsælt heilsuhæli á árunum 1940-50 þar sem stunduð voru leirböð, sund og margvísleg útivist ... . „

Þessi klausa þótti staðkunnugum sérkennileg. Heilsuhæli hefur aldrei verið í Reykjanesi og ekki er þar neinn leir að finna. Það var reynt að auglýsa sumardvöl  þar á stríðsárunum án teljandi árangurs.  En sömu fullyrðingu er að finna víðar, t.d. í gögnum Súðavíkurhrepps um deiliskipulag í Djúpinu.

„Ýmis starfsemi hefur verið á svæðinu í gegnum tíðina. Á árunum 1934-1996 var rekinn þar skóli, lengst af héraðsskóli með heimavist og standa þau mannvirki enn. Um miðja öldina var þar einnig rekið heilsuhæli. Þá var rekið laxeldi um tíma á síðari hluta tuttugustu aldar.“

Heimildin er hér: http://www.sudavik.is/stjornsysla/skipulag/skra/717/

Vísað er í heimasíðuna landogsaga.is varðandi þetta atriði en þar er ekkert að finna. Ætla má að þarna sé stuðst við sömu heimildir og Ólína. Í svari við athugasemd vísar hún á þessa skýrslu:

 „Fornleifakönnun í Reykjanesi við Djúp“ eftir Margréti Hrönn Hallgrímsdóttur: (bls. 3)

  • SAGA

 Í gegnum tíðina hafa verið nokkur umsvif í Reykjanesi. Jarðhitinn hefur verið nýttur við saltsuðu, gróðurhúsaræktun og fiskeldi en einnig var þar rekinn héraðsskóli um árabil frá árinu 1934 og fram undir síðustu aldamót og vinsælt heilsuhæli á tímabilinu 1940-50. Þar stunduðu menn sund, leirböð og margvíslega útivist.

https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/12361/Fornleifakönnun%20Reykjanes%20kort%20skýrsla%20loka.pdf?sequence=1 (Útg. Janúar 2013)

Skýrsluhöfundur vísar á grein í Mbl. sem heimild en sú grein var ekki til þegar á reyndi. Víða má á tímarit.is finna klausur um að í Reykjanesi hafi fólk dvalið tímabundið að sumarlagi sér til hressingar, (húsmæður í orlofi) og á einum stað er þess getið að boðið hafi verið upp á sundkennslu. En þar sem skýrsluhöfundur er ættaður frá Hveragerði verður hressingardvölin að heilsuhæli og þá er stutt í leirböð og margvíslega útivist. Ályktunargleðin býr síðan til vinsældir í ofanálag.

Svona villa er sjálfsagt ekkert stórmál að einhverra mati. En rétt skal vera rétt og þegar vitleysan er endurtekin gagnrýnilaust eins og dæmin sýna, er einboðið að leiðrétta áður en fleiri éta hana upp.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.