Þýðing Hannesar

HannesskúrarDavíðMargumrædd skýrsla Hannesar Hólmsteins um hrunið er rituð á ensku. Sjálfsagt vegna þess að enginn hafði rænu á að taka það fram við gerð verksamningsins. Einhvern veginn virkar það svo sjálfsagt að þegar markhópurinn er íslenskur, verkbeiðandi íslenskur og höfundurinn sömuleiðis, þá verði verkið á því máli. En þetta hefur gleymst og verður eflaust hér eftir tekið sérstaklega fram.

Ég fæ oft afar sértækar skýrslur til að þýða. Verkbeiðandi er íslensk ríkisstofnun, markhópurinn er dómskerfið en höfundurinn er af erlendu bergi brotinn og ekki hægt að ætlast til þess að hann skrifi á íslensku. Íslenskur sérfræðingur á þessu sviði er ekki tiltækur. Þess vegna þarf að þýða skýrslurnar til að markhópurinn geti skilið þær til fulls.  Það kostar sitt.

Skýrsla Hannesar er 315 bls. Ef gert er ráð fyrir ljósmyndum og greinaskilum má áætla að um 350 orð séu að jafnaði á hverri síðu eða 110250. Hjá löggiltum skjalaþýðanda kostar hvert þýtt orð á bilinu 31 til 35 krónur. Heildarverð er þá á bilinu 3,4 milljónir til 3,82 milljónir. Ofan á það leggst virðisaukaskattur.

Í þessari stöðu eru nokkrir möguleikar. Sá fyrsti er að láta gott heita, ekki þýða skýrsluna og þeir lesa sem nenna. Ef ákveðið verður að þýða, mun höfundur eflaust krefjast þess að fá að gera það, enda manna kunnugastur efninu. Freistandi er líka að bjóða verkið út.

Mér líst best á þann kost að greiða höfundi ekki verklaun fyrr en hann hefur skilað íslenskri þýðingu. Höfundur hefur gefið ófáum nemendum falleinkunn á prófi í stjórnmálafræði í HÍ eða dæmt ritgerðir ótækar til framlagningar því verkið sé ófullnægjandi og þarfnist úrbóta. Hann hlýtur því að skilja að sá sem uppfyllir ekki kröfur verkkaupa, fær ekki borgað. Við sem höfum skilað Koskó gallaðri vöru og fengið umyrðalaust endurgreitt, gerum því þessar lágmarkskröfur til prófessorsins.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.