Rottur hér og þar

 

Það er ekki sama hver segir

„Viljum við hafa þingmenn á landsbyggðinni? Viljum við hafa þingmenn sem búa austur á fjörðum eða á Norðurlandi sem sækja þingið og gera þeim kleift að búa heima hjá sér? eða viljum við bara að allir séu 101-rottur?“ sagði Ásmundur í viðtali í Kastljósi í kvöld.

Það er auðvelt að stökkva á vagninn með þeim sem hneykslast á orðalagi Ásmundar Friðrikssonar. Hann er reyndar ekki sá fyrsti sem notar þetta orð, sem sum telja niðrandi, um fólk sem býr í þessu tiltekna póstnúmeri. Leit á Gúgul skilar 26 þúsund miðbæjarrottum. Eini munurinn er sá að þar er fólk að tala um sjálft sig á frekar krúttlegum nótum og enginn hefur til þessa rokið upp til handa á Fésbókinni og hneykslast. Það þykir nefnilega fínt að vera miðbæjarrotta, þó nokkuð betra en að búa í úthverfum eins og Breiðholti og Habbnarfirði.

Ég þýddi einu sinni orðið „negro“ sem „negri“ í 60 mínútum og fékk ákaflega bágt fyrir, enda þótti það ekki pólitískt rétt að hvítur miðaldra þýðandi kallaði fólk af afrískum uppruna negra. Það gerir það hins vegar sjálft innan sinna raða. Mistökin sem Ásmundur gerði i Kastljósinu voru að vera ekki búsettur í 101. Þá hefði þetta sloppið til. Þar búa nefnilega rottur. En ég má ekki segja það því ég bý í Hafnarfirði.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.