Einhverfið í bæjarlandinu

„Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar síðustu lóðirnar á einum fallegasta stað Höfuðborgarsvæðisins.

 Vellir 7 eru um 30ha að stærð og liggur upp að hlíðinni sunnan og vestan í Ásfjalli. Svæðið er í hlíð sem hallar mót suðri og liggur í skjóli fyrir norðan og austanáttum. Einbýlishús verða staðsett efst í hlíðinni, þar fyrir neðan verða par- og raðhús og fjölbýlishús verða staðsett næst Ásvallabrautinni sem er aðkoman í hverfi ð. Í hverfinu verður 4-6 deilda leikskóli og hjúkrunarheimili.“
Þessi auglýsing er frá 2008. Umsóknarfrestur um lóðir rann út 6. október það ár og öll munum við hvað gerði þann dag merkilegan. Þá hafði Samfylkingin hreinan meirihluta í bæjarstjórn. 2010 varð til samstarf Samfylkingar og VG sem lauk eftir kosningarnar 2014 en þá tóku D og BF við stjórnartaumum. Í tíu ár hefur hverfið að mestu verið óbreytt, þ.e. svona:

Myndin er tekin uppi í hlíðinni þar sem eiga að vera einbýlishús og sýnir vel ægifegurð svæðisins.

 

Á þessari mynd er horft í átt að Glimmerskarði og fleiri götum sem eru handan við spennustöðina.

Ég fer þarna um í hverri viku og kann vel að meta kyrrðina. Lífsmark varð á liðnu hausti þegar skólabygging hófst. Skarðshlíðarskóli tekur væntanlega til starfa í haust. Ekki hefur orðið vart við umrót á öðrum lóðum og því munu væntanlegir nemendur hafa heilt hverfi til að leika sér í á einum fallegasta stað höfuðborgarsvæðisins.

Forsenda byggðar í hverfinu var loforð um að fjarlægja háspennumöstrin og spennustöðina. Samningur þess efnis milli Landsnets og Hafnarfjarðar var undirritaður árið 2009. Þá stóð til að flytja Hamraneslínu í þremur áföngum með verklok í síðasta lagi árið 2017. Eftir langt ferli og mikinn lappadrátt lá fyrir samþykkt fyrir svonefndri Lyklafellslínu.


Þetta var samþykkt á öllum stigum en að lokum fellt í úrskurðarnefndinni.   Það getur tafið málið um áratug í viðbót, ef marka má hraðann til þessa. Ég hef enn ekki fundið kostnað við að leggja línuna í jörð í þá stefnu sem hún er núna. Ég held líka að allar lausnir sem byggjast á möstrum og línu verði felldar vegna vatnsverndarsjónarmiða.

Afskipti bæjaryfirvalda og eftiráskilyrði hafa ekki auðveldað byggingu á svæðinu. Ég finn engar tölur um úthlutaðar lóðir annars vegar á þessum áratug og lóðir sem hefur verið skilað.  Síðasta auglýsing á lóðum bar að sögn góðan árangur en þessi frétt fer lauslega yfir af hverju helmingi þeirra virðist hafa verið skilað.  Hin sem ekki hafa skilað lóðum, skrifuðu bæjarstjórn þetta bréf sem kalla má Stóra.Djúpgámamálið. 

Á þessum áratug hefur Urriðaholtið mjakast upp hjá nágrönnum okkar og Úlfarsárdalur orðið að byggð. Í Hafnarfirði komst Norðurbakkinn loksins upp og nokkur fjölgun blokka og raðhúsa hefur verið í Vallahverfinu. Ef þetta hverfi á ekki að verða lélegur Hafnarfjarðarbrandari, verður að taka af skarið.

 

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.