Að stökkva á hneykslunarvagninn…


Þetta er innleggið með myndinni hér fyrir neðan. Farsímaeigandi sér hluta af matseðli hanga á vegg, smellir mynd og setur á fésbókina með tilheyrandi hneykslunartón.  Margir taka undir eins og sjá má af deilingafjölda og það vekur athygli að þrátt fyrir að í athugasemdum sé þetta bull leiðrétt nokkrum sinnum, fjölgaði hneykslunardeilingum um 100 á tæpum klukkutíma í morgun. Fólk les ekki athugasemdir, kynnir sér ekki málið, horfir gagnrýnilaust á steypuna og fleytir henni áfram með tilheyrandi bræði, hneykslun, tárfellandi tjákni og upphrópunum. Ef allt gengur eftir, kemst hann í fjölmiðla og verður frægur fyrir hádegi.

Deilingafjöldi er núna 256. Hver verður staðan á hádegi? Í kvöld?

Þetta er kvöldverðarseðill einnar viku. Hér fyrir neðan er hádegisverðurinn. Ég er matmaður og sísvangur en þættist vel haldinn ef ég byggi við þennan kost. Ég þekki til á dvalarheimili og veit að fólkið þar er vel haldið. En hafa skal það sem hneykslar meira.

Vegna lesleti nennir fólk hugsanlega ekki að lesa alla þessa færslu en af tillitssemi er hún höfð stutt. Með myndum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.