Hetjur og skúrkar

Hetjan og skúrkurinn

Sá eða sú sem er hetja er líka skúrkur, eftir því við hvað er miðað. Að beiðni blaðamanns Fréttablaðsins gerðist ég álitsgjafi um stund og íhugaði að stíga skrefið til fulls og verða áhrifavaldur á nýju ári með tíðum snapptjattfærslum og innstagrömmum. Svo rann það af mér og leit hófst að hetjum. Ég fann bara eina eftir nokkra leit í minninu. Af skúrkum er nóg en einboðið var að gera helstu dýrlinga Útvarps Satan og Virkra í athugasemdum (VÍA) einnig að hetjum til að þessi hornskítur samfélagsmiðlanna fengi eitthvað við sitt hæfi.

Hetjur

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn á Klaustri, sem fórnaði leikæfingu og reyndi á upptökuminni aldraðs farsíma til að skrásetja einlægar ölvunarsamræður þingmanna sem fórnuðu þingfundi fyrir þessa samverustund. Til að eyða samsærisrausi Klausturliða, steig hún fram, þrátt fyrir að vita hvað það myndi kosta hana. Bára er hetja.

Kristján Loftsson fyrir staðfestu sína og harðfylgni í hvalveiðum þrátt fyrir að enginn sé markaðurinn fyrir kjötið af skepnunum. Kristján er hugsjónamaður sem trúir á seiglu við að draga björg í bú og lítur á hvalveiðar sem viðleitni til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar.  Ég spái matreiðslukeppni á komandi árum þar sem skylt verður að nota langreyðarkjöt og spik sem aðalhráefni. Kristján er hetja.

Gunnar Bragi Sveinsson fyrir öfluga baráttu fyrir jafnrétti og femínisma á heimsvísu þar sem hann slæst í hóp með öðrum baráttukonum eins og Emmu Watson og Rósu Parks. Gunnar fékk síðan jafnréttisviðurkenningu Framsóknarflokksins sem Anna Kolbrún afhenti honum. Þótt þeim skötuhjúum sé legið á hálsi fyrir Klausturröflið má minna á að það var allt undir formerkjum Gilzeneggers. Þau voru bæði í karakter. Gunnar Bragi er hetja.

Skúrkar

Bára Halldórsdóttir, útsendari alþjóðlegra samtaka sem vilja koma höggi á formann Miðflokksins og tókst eftir umfangsmikinn undirbúning og skipulag að hljóðrita einkasamtöl Formannsins við flokksfélaga sína og vildarvini á þingi þar sem þeir sátu hýrðir víns af tári og uggðu ekki að sér. Með þessu er vegið að friðhelgi, persónuvernd og lýðræði í landinu og dregin upp afar fordómafull mynd af Formanninum. Bára er skúrkur.

Kristján Loftsson er freki ríki kallinn sem þolir að tapa tugum milljóna á hverju ári í tilgangslausar veiðar á langreyði, einkum til að gefa umhverfisverndarsinnum og dýravinum langt nef og sýna landsmönnum að sá sem á nógan pening,  fær alltaf sínu framgengt. Kristjáni er skítsama þó enginn vilji kaupa kjötið. Kristján er fulltrúi möntrunnar „ég á þetta, ég má þetta.“ Kristján er skúrkur.

Gunnar Bragi Sveinssoner holdgervingur framsóknarmannsins sem skítnýtir aðstöðu sína innan flokksins til að skara eld að eigin köku, maðurinn sem spyr aldrei hvað hann geti gert fyrir flokkinn sinn og þjóðina, heldur hvað flokkurinn geti gert fyrir hann. Gunnar Bragi gerðist femínisti í von um að geta sett í fleiri kjellingar með fagurgala sínum og framkomu og dreymdi um deit við Emmu Watson.  Án upptökunnar af Klaustri væri Gunnar Bragi á leið í feitt sendiherraembætti. Gunnar Bragi er skúrkur.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.