Skaufaldinvöfflur

Skaufaldinvöfflur eru meinhollar, sykurlausar og léttar í munni. Best er að taka tvö til þrjú skaufaldin sem eru orðin vel þroskuð. (Sjá mynd). Ef ekki eru til slík aldin á heimilinu þarf að skuðhattast út í búð eftir þeim.

3 skaufaldin eru sett í blandarann ásamt 1-2 dl af mjólk, desilítra af matarolíu, 1 eggi og ögn af salti og þeytt á fullu. Soppunni er hellt í skál og hveiti hrært út í ásamt lyftidufti (1 tsk) og slettu af hoffmannsdropum eða portúgala ef slíkt er til en annars henta vanilludropar vel. Það fer eftir magni hvort þarf að bæta við olíu. Þetta er slumpuppskrift og á soppan að vera hæfilega þykk. Síðan er bakað. Þetta eru engin geimvísindi, bara góðar vöfflur.

Hafi eitt skaufaldin eða tvö lent út undan er einboðið að klína þeim ofan á heita vöffluna ásamt rjómaslettu eða jafnvel Nútella eða sultu ef sunnudagur er í kotinu.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.