Hýr er Hafnarfjörður

Á sautjándanum fyrir ári fann jeg meinta málvillu í þjóðsöng Hafnarfjarðar sem jafnan er súnginn á tyllidögum hjer í bæ, helst af prúðbúnum karlakór (Þrestir) eða krúttlegum barnakór (Kór Öldutúnsskóla). Jeg hef mætur á báðum og í mjer svellur bæjarstoltið þegar jeg heyri lagið enduróma í klettum Hellisgerðis eða Hamrinum (þá fagna álfar, dvergar, huldufólk og aðrar framandi verur sem Erla Stefáns fann upp handa okkur).

Myndin er tekin á leikskóla hjer í bæ. Jeg þekki ekki þessi börn en hef sennilega kennt foreldrum þeirra endur fyrir löngu.

Kvæðið „Þú hýri Hafnarfjörður“ er mærðarleg samsuða, klunnalega saman rekin og stirðbusalega, líkt og sálmurinn sem var gerður að söng þjóðarinnar og aðeins er hægt að syngja við undirleik fóstrugripanna.

Mjer fannst því einboðið að bjóða upp á bragarbót. Hún verður tæplega öllum að skapi en jeg vil leggja mitt af mörkum til að skapa góðan stemmara á tyllidögum. Lagið er óbreytt.

Hýr er Hafnarfjörður
með heita laug og pott
hraunið þykir hrukkótt
en hrikalega flott
Fjallahringur fagur
-fylla knatthús bæ
á Norðurbakka blokkir
bráðum hverfa í sæ

Léttur blærinn leikur…
-leysti einhver vind?
Í Hellisgerði höfum
holdsins fundið girnd.
En bærinn úr sér breiðir
byggja hverfin varð
þar sem línur leiða
lost í Glimmerskarð.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.