Sigríður Hlynur og sturlunarástandið

Þekkt er úr fréttum barátta bóndans á Öndólfsstöðum að fá að heita Sigríður eftir ömmu sinni. Eftir að Alþingi samþykkti lög um kynrænt sjálfræði, varð honum að ósk sinni og hefur þjóðskráin staðfest það.

„Þetta er sig­ur fyr­ir ein­stak­lings­frelsið,“ seg­ir Sig­ríður og er þess full­viss að á kom­andi tím­um muni marg­ir leita rétt­ar síns vegna breyt­ing­anna. Og fá að heita það sem þau heita. „Þessi lög eru auðvitað ekki sett fyr­ir mig held­ur aðra hópa eins og trans­fólk og kynseg­in fólk og mín breyt­ing er hliðar­verk­un af þessu. Hitt er nátt­úru­lega stærsta málið í þessu, að fjöldi manns fær nú að heita sín­um nöfn­um,“ seg­ir hann. (Mbl.10.7)

Eins og við mátti búast þurfti að ræða þetta í Stjórnmálaspjallinu, sem er eins konar ristiltota Útvarps Sögu á Fésbókinni. Þar var lýst yfir miklum áhyggjum af afleiðingum þess að einn maður hefur fengið að ráða nafninu sínu þótt reynt væri að benda á að við myndum eflaust halda í nafnahefð okkar. Margrét Friðriksdóttir leiddi umræðuhalann og bæði hjó og lagði. Úrklippur eru úr umræðutotunni:

Mögulega þarf að breyta íslenskukennslu frá grunni.

Sturlunarástandið…

Kristín Sigurjóns

Áhugamaður um kvennaklósett kveður sér hljóðs…

Brenglunin…

Réttlæting á barnaníði….

Þegar hér er komið sögu er einboðið að minna á upphafsorð pistilsins. Málið snýst um að einn maður fékk að ráða nafninu sínu. Það er allt og sumt.

Á margan hátt er þessi þráður dæmigerður. Þarna tekur þátt fólk sem er fyrirmunað að sjá út fyrir rörið sitt, kynnir sér ekki málefnið áður en það tjáir sig, les ekki fram komnar athugasemdir og lætur takmarkaðan lesskilning ekki hafa áhrif á sig. Sá sem þetta ritar, tilheyrir enn Stjórnmálaspjallinu og hefur af lúmskt gaman.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.