Lögin sem börnin eiga að syngja

Fjölmargir tónmenntakennarar hafa hafnað þátttöku í degi tónlistarinnar sem er á morgun og segja lög og texta ekki við hæfi barna. Forsvarsmönnum tónlistardagsins þykir þetta miður, tala um ritskoðunartilburði og fleira í þeim dúr. Þetta verður alltaf smekksatriði en velta má fyrir sér hvað veldur löngun fullorðinna manna að heyra mjóróma barnakóra fara með þessa texta. Börnin sem um er að ræða eru 7-12 ára. Hér eru þeir sem ég fann. Myndböndin eru á Jútjúb.

Margeir Ingólfsson forsvarsmaður tónlistardagsins sagði þetta:

“ „Lag Sykur­molanna , Am­mæli, er fyrsta lag Ís­lands til að ná al­þjóð­legri frægð (1986). Lag Auðuns Lúthers­sonar, Enginn eins og þú, er lang­vin­sælasta lag ársins 2019 og Froðan eftir Geira Sæm. o.fl. er sí­gildur óður til hins skraut­lega níunda ára­tugar. „


Froðan: Geiri Sæm.
Ósýnilega gyðja
ég vil kynnast þér af líkama og sál
Myndi þora að veðja
að þú munt dýrka mig
og ég mun kveikja hjartabál.

Hann langar í sanséraðan sportbíl
og hann verður dús
þráir heimska ljósku,
sportbíl og risastórt hús

Ísmeygilega gyðja
hvað er að gerast hér
vá þú fellir tár
Ég skal föndra við þig alla
og ég mun eiga þig
en þú munt ei eiga mig

Engin eins og þú: Auður

Baby, ég er smá busy, ekki ónáða
Nágrannarnir kvarta undan hávaðaÉg skal gera allt sem þú þarfnast,
Baby, komdu bara, segðu hvað
Ég skal gera allt sem þú þarfnast,
Baby, komdu bara, segðu hvaðÞví það er enginn eins og þú
Enginn eins og þú, nei
Því það er enginn eins og þú
Enginn eins og þú
Ó jáHún setur skrýtinn sælusvip á andlitið
Og skilur ekkert eftir nema ilmvatnið
Þú veist, þú veist, þú veist, þú veist
Þú dansar eins og djöfullinn
Hvernig á ég að vita hvort að ég sé fórnarlamb eða böðullinn?Því það er enginn eins og þú
Enginn eins og þú, nei
Því það er enginn eins og þú
Enginn eins og þú
Ó jáEnginn sem að fær mig til að gera það
Sem þú býður um alltaf
Brotið niður í detail-a
Stöffið sem ég hef aldrei áður prófað
Alla skrýtnu hlutina
Þú veist ég er til í þaðÞví það er enginn eins og þú
Enginn eins og þú, nei
Því það er enginn eins og þú
Enginn eins og þú
Ó já

Afmæli: Flytjandi er Björk:

Hún á heima í húsinu þarna
þar heim fyrir utan
Grabblar í mold með fingrunum
Og munninum,
hún er fimm ára
þræðir orma upp á bönd
Geymir köngulær í vasanum
Safnar fluguvængjum í krús
Skrúbbar hrossaflugur
Og klemmir þær á snúru

Ohhh…
Hún á einn vin,
hann býr í næsta húsi
þau eru að hlusta á veðrið
Hann veit hvað margar freknur hún er með
Hún klórar í skeggið hans
Hún málar þungar bækur
Og límir þær saman
Hún sá stóran krumma
Hann sveif niður himininn
Hún snerti hann!
Ohhh… Í dag er afmæli þau sjúga vindla
Hann ber blómakeðju
Og hann saumar fugl í nærbuxurnar hennar
Ohhh… þau sjúga vindla… þau liggja í baðkari… í dag er hennar dagur… Tam, tam, tam-a-tam-a-tam..

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.