Andlitsæfingaáætlunin

„Facefit snýst um að gera æfingar, þjálfa vöðvana til að lyfta, stinna og slétta. Alveg eins og með líkamsrækt, við förum í ræktina til að líta betur út og öðlast betri heilsu. Skemmtilegar æfingar sem þú lærir í facefit ásamt fræðslu um hvernig við getum virkjað vöðvana eða slakað á andlitinu til hins betra.“

„Notar þú réttan kodda fyrir sléttari, stinnari húð ?

Þetta og fleira er að finna á Facefit-síðunni á Facebook. Markhópurinn er konur sem búið er að fylla ótta við ellimörk, hrukkur og önnur lífsmörk í andliti. Við viljum öll verða gömul því hinn kosturinn er verri en samfélag snákaolíusölufólks vill að við skömmumst okkar fyrir að líta út samkvæmt aldri.

 

Ég hugsa auðvitað í lausnum og get nú valið úr ótal myndböndum á Jútjúb sem kenna mér öflugar andlitsæfingar. Þær eru að vísu bara fyrir konur en ég get alveg fundið konuna í mér og gert þessar æfingar. Ég vil auðvitað ekki fyrir nokkurn mun líta út fyrir að vera tæplega 65 ára. Frekar geng ég með hauspoka af tillitssemi við nærsamfélagið.

En allt kostar sitt. Ég get fengið þetta á algeru útsöluverði hjá Facefit. „Fjögra vikna námskeið, hittingur 1sinni í viku og gullkorn í heimavinnu kr. 18.900, einkatími 90 mínútur kr. 21.900, kíkt í heimahópa kr. 24.900 ( deilist á hópinn), einkaþjálfun, 30 mín frítt símtal og allar upplýsingar í spjallinu.“

Þetta er alla vega ódýrara en Osteostrong-snákaolían. Ég þarf ekki að geta pressað 2 tonnum í fótapressunni í Borgartúni þegar ég get orðið miklu sætari fyrir minni péning. Næsta mál á dagskrá er að kaupa réttan kodda.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.