Jaðarsettur einyrki þusar

Meðan ég gerði út frá kontór í úthverfi Hafnarfjarðar, fékk ég félaga mína til að hjóla í vinnuna með mér og þá uppfylltum við skilyrði um fámenna vinnustaði, hjóluðum okkur sveitta alla daga og skráðum samviskusamlega. Á tímabili dreymdi okkur um sigur í okkar flokki en þá tóku starfsmenn helstu keppinauta okkar sig til og hjóluðu Hvalfjarðarhringinn á leið í vinnuna og græddu þar með rúmlega 120 kílómetra. Við töldum ljóst að þeir hefðu ekki gert mikið annað þann daginn en að jeta snúða og monta sig af afrekinu.

Núna er ég einyrki á mínum heimakontór, hef engin mannaforráð, enga holdlega samstarfsmenn, aðeins kattforráð og titla köttið jöfnum höndum starfsmannastýri, mannauðsstýri og auglýsingastýri. Okkur (mig) langar til að vera með í Hjólað í vinnuna í ár en þar er ekki gert ráð fyrir einyrkjum eins og meðfylgjandi reglur sýna.

Ég nenni ekki að svindla í þessu, nenni ekki að skrá köttið fyrir Reykjavíkurhring á hverjum degi eða senda það upp í Hvalfjörð eins og keppinautar okkar forðum daga gerðu. Við erum mörg sem tutlum okkar hrosshár heima við og tölum við okkur sjálf í kaffitímanum. Við erum jaðarsett á margan hátt og nú bætist þetta við. Ef ég væri drykkfelldur eftirlaunaþegi með áskrift að Mogganum, myndi ég hringja í Stútvarpið og þusa. En þar er ég líka útilokaður eins og vitað er.

Best að saga af sér fótinn….

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.