Kóvitáhrif umræðunnar

Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur segir að sígarettan sem var tekin úr munni Bubba Morthens í vikunni sýni að samfélagið sé komið á vafasama braut. Hann segir mikilvægt að ekki megi beygja listaverk undir einhvers konar lýðheilsumarkmið.”

Engum sem fylgist með samfélagsumræðu eða lítur á fésbókina í hádeginu dylst að auglýsingabrella Borgarleikhússins varðandi söngleikinn Níu Líf hefur heppnast vonum framar. Ólíklegasta fólk dregur fram sígarettumynd af sér og birtir stolt því fátt lýsir baráttuhug betur en æskumynd af sígarettu í munnviki eða milli kamelgulra fingranna. Þetta minnir óþægilega á flökkustatus um brjóstakrabbamein eða myndagátu sem hefur fengið annálað friðsemdarfólk til að öskra á tölvuskjáinn og afvina æskuvini. En baráttuhugurinn leynir sér ekki og nú á að berjast fyrir rétti Borgarleikhússins til að sýna sígarettumynd því eftir sex vikna innilokun og sóttkví er komið að þolmörkum. Orð eins og ritskoðun, lýðheilsa, fyrirmyndir, áhrif, æska landsins og önnur álíka eru vinsæl í þessu samhengi. Það er stórt orð, Hákot.

Í upphafi var sökinni skellt á stjórnendur Fésbókarinnar sem eyða miskunnarlaust myndum sem þeim eru ekki að skapi. Þar sem ætla má að sígarettumyndir séu á bannlista, sætir furðu að þeim tugum mynda sem stoltir og baráttuglaðir Íslendingar hafa miðlað undanfarið, hafi ekki verið hent í ruslið og birtendur þeirra fengið ákúrur eða jafnvel sólarhringsbann fyrir ósvífnina. Ekkert slíkt hefur gerst og fyrr eða síðar veldur það baráttufólkinu vonbrigðum.

Baráttufundur var haldinn í hrauninu við Hafnarfjörð. Af öryggisástæðum er enginn á myndinni með sígarettu í munnviki eða milli fingra.

Borgarleikhúsið má alveg fá prik fyrir hugmyndina. Ég hefði að vísu beðið haustsins með þetta uppátæki því þá er möguleiki að sýningar megi hefjast á ný. En þangað til getum við yljað okkur við kamelglóð fortíðarinnar.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.