Að kasta skít í forsetafrúna…

Eliza Reid skrifaði þessa grein á sínum tíma um hlutverk sitt og kvenna þjóðarleiðtoga. Þar segir m.a. „„Ég er ekki hand­taska eigin­manns míns, sem á að grípa þegar hann hleypur út um hurðina og er stillt upp með þöglum hætti við hlið hans á opin­berum upp­á­komum“.

Vegna takmarkaðs lesskilnings hefur FHF (Fólkið hans Franklíns) ákveðið að snúa út úr þessum orðum og nota reyndar hvert tækifæri núna síðasta daginn fyrir forsetakjörið að gera Elizu Reid tortryggilega, saka hana um spillingu og fjármálamisferli, bókhaldsfals og er þá fátt eitt talið. Vinsælt er að uppnefna hana. Hér eru nokkur dæmi tekin af handahófi úr hópi stuðningsmanna GFJ:

Guðlaugur Ævar Hilmarsson er virkur í Stjórnmálaspjallinu á FB. Hann blokkaði höfund þessa pistils fyrir löngu því hann þolir illa andmæli og gagnrýni.

Eftirfarandi skjáskot eru úr þræði þar sem rætt er um fyrirtæki Elizu Reid. Þarna koma fyrir orð eins og féþúfa, mútur, þjóðarskömm og stutt er í fyrrgreint uppnefni.

Á morgun er forsetakjör. Ég vona að þegar þessum skítastormi linni, muni þau sem stóðu fyrir honum, hafa vit á að hætta þessu og skammast sín fyrir að hafa sett smánarblett á aðdraganda kosninganna.

Ein athugasemd við “Að kasta skít í forsetafrúna…

  1. Hvað vil ég segja, já. Ég á ekki til aukatekið orð yfir það að það skuli vera til svona fólk hér á Íslandi, getur það ekki látið náungann vera í friði hver sem hann er. Ég verð nú bara að segja að þetta er ákaflega ljótt að ráðast svona á forsetahjónin okkar, þetta líka sómafólk sem þau eru. Það er ákaflega ljótt að segja svona um fólk og ég segi bara „sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“ Skammist ykkar.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.