SS miðlarnir

Í dag varð jarðskjálfti ef marka má Fésbókina þar sem annar hver notandi og amma háns tilkynnti samviskusamlega um titring í nærumhverfi. Ég saknaði þess þegar leið á daginn að hafa ekki fengið viðvörun frá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja en þar starfa miðlar, sjáendur, heilarar, transheilarar, englafræðingar og spilaspekingar sem hefðu getað notað þetta frábæra tækifæri til að staðfesta mátt sinn og megin. Ég tjái mig oft á síðu félagsins en fæ aldrei svör eða viðbrögð, önnur en þau að innleggjum mínum er eytt jafnóðum.

Lára Ólafsdóttir kallar sig miðil og sjáanda og hefur mikinn áhuga á eldgosum og náttúruhamförum. Á sínum tíma hvatti hún fólk til að huga að burðarvirki húsa, enda maður hennar smiður og tekur eflaust að sér verkefni á því sviði. Ofangreint skjáskot er frá 2018. Lára sá fyrir dag og stund og var mjög sannfærandi. En ekki gekk þetta eftir.

Lára var líka á ferðinni 2013. Hún er fús í viðtöl og sparar ekki stóru orðin og yfirlýsingarnar. En hún er álíka örugg og aðrir miðlar. Ekki er vitað hvort hún tilheyri SS (Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja). Miðlar á vegum SS auglýsa óspart þjónustu sína og eru álíka dýrir og nýútskrifaðir lögmenn.

Í áramótaþætti Stútvarpsins voru tvær helstu miðlur SS í viðtali og tjáðu sig aðallega um komandi forsetakosningar. Báðar voru vissar um að Guðni Th myndi tapa þar og önnur miðlan sá konu í embættinu. Hvorug þeirra sá Kóvitið fyrir. Það hlýtur að vera erfitt fyrir SS að auglýsa þessa þjónustu þegar innistæða fyrir loforðum er engin. Fólk ræður t.d. ekki iðnaðarmenn til starfa sem skila illu verki eða engu.

Miðlar ljúga. Það er staðreynd sem verður ekki hnekkt. Miðlar tala aðallega upp í eyrun á fólki. Sumir eru svo ósvífnir að hafa samband við syrgjendur nokkrum vikum eftir útför og fullyrða að hin látna/hinn látni þrái að komast í samband. Það er nefnilega svo auðvelt að ljúga að fólki sem á bágt og saknar.

Einhverju sinni fullyrti miðill við mig að amma mín vildi ná sambandi við mig. Hún væri mætt á peysufötunum sínum og hefði meira að segja kynnt sig, en það gerist eiginlega aldrei á miðilsfundum því fólk fær ekki skilríki með sér í kistuna. Ég tjáði miðlinum að amma mín hefði ekki átt peysuföt og því síður að hún hefði heitið Gíslína. Við þetta fauk alvarlega í miðilinn og hann blokkaði mig á Fésbók.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.