Orð og óorð

Örsaga af skraflmóti.

Ég lagði niður orðið KAXI. „Hvað þýðir þetta?“ spurði andstæðingur minn og íhugaði að véfengja. „Ég veit það ekki“ svaraði ég. „Þetta er bara skraflorð.“ Eftir stutta umhugsun héldum við áfram. Hvorugt okkar vissi merkingu orðsins. Það skipti heldur ekki máli. Í skrafli þarf fólk ekki endilega að skilja orð. Bara vita hvaða orð eru gild.

Í íslenska skraflinu eru um 2, 4 milljónir orða í safni Netskraflsins. Í enska skraflorðasafninu eru 279 þúsund, í franska 370 þúsund og í hollenska 652 þúsund. Við eigum vinninginn í orðafjölda en samt eru ótal samsett orð, nýyrði og hýryrði ekki í orðasafninu og þar með ekki tekin gild í netleikjum. Í holdlegum leikjum er svotil allt leyft. Ætla má að gild orð, þegar öll eru talin, séu yfir 3 milljónir.

Nýlega var staðfest að um 400 orð yrðu fjarlægð úr orðasafni enskumælandi skraflara. Þau flokkast undir hatursorðræðu en það er „orðræða sem ræðst gegn einstaklingi eða hópi á grundvelli til dæmis kynþáttar, trúar, kyns, fötlunar eða kynhneigðar.“ Þetta var ákveðið eftir rúmlega árs deilur og miðað við viðbrögðin er þessu máli ekki lokið, ef marka má þessa grein. Hér er að finna ágrip af útilokuðum orðum.

Hommatittur er í BÍN. Þar eru líka orðin júði, negri, niggari, og einnig tussa, kunta, píka, limur, tippi, limur, göndull ásamt fleiri orðum um kynfæri karla og kvenna. Flest slík orð eru nú bannfærð í ensku skrafli. Hér heima er okkur einkum hugað um að fá fleiri orð inn í orðasafnið til að sem minnstur munur verði á netskrafli og holdlegu skrafli. Því orð eru bara orð og í skrafli þurfa þau ekki að hafa neina sérstaka merkingu. Bara vera gild. Eða nógu sannfærandi til að mótherji véfengi ekki.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.