Ekki aprílgabb

Þessi mynd sýnir gatnamót sem tengja Garðabæ og Hafnarfjörð. Þarna mætast gamli Álftanessvegurinn og Herjólfsbrautin. Ég hef farið þarna um á hjóli, bifreið og tveimur jafnfljótum síðan 1986 og man vel eftir umkvörtunum íbúa sem sögðu varla hægt að leyfa börnum að leika sér úti vegna hraðrar umferðar. Undir það mátti taka því ökuhraði var óhóflegur og sjaldan tekið tillit til hjólandi og gangandi. Svo kom hjólastígur við hliðina og þá lagaðist þetta en umferðin var eftir og íbúar vildu nýjan veg út á Álftanes. Það fékkst í gegn og veglagning um Gálgahraun sætti mótmælum og uppákomum. Það var reyndar efni í góða Barnaby-mynd en þá hefðu þrír verið drepnir og það vilja hvorki Garðbæingar né Hafnfirðingar.

Svona er staðan í dag. Nær öll umferð til Álftaness fer um nýjan og breiðan veg sem er gullitaður. Umferð um gamla veginn er lítil en það er þægilegt að hafa sama háttinn á og aka Herjólfsbraut í austur og beygja þar til vinstri á leið að Engidal eða Prýðahverfi. En þetta vilja Graðbæingar ekki og hafa sett upp keilur og umferðarmerki og vilja ráða þessu. Rökin eru þau sömu og áður vegna barna að leik, en þau búa í Prýðahverfinu og hafa bæði hjólastíg, göngustíg og gangbraut til að fara þarna um. Eftir stendur eina röksemdin: „Ég ræð þessu“.

Enn fer ég þarna um eins og fleiri. Ég tek ekki mark á þessari keiluhjörð og einstefnumerkjum hist og her og ek varlega mína leið. Bæjarstjórn Garðabæjar getur bara HUÍRÁS.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.