Á 100 í spandexi

Að búa til óvin, jafnvel strámann, er góð skemmtun. Sameiginlegur óvinur sameinar fólk og herðir í trú sinni, stemmarinn í bergmálshellinum verður góð því öll eru sammála og geta talað óhindrað upp í eyrun á hinum. „Uppáhalds“ strámaðurinn minn, eða staðalímynd, ef það er betra orð, er hjólreiðamaður í spandexi sem fer um borgina á allt að 100 km hraða og er almennt talinn ruddi og lífshættulegur öðrum sem verða á vegi hans/hennar. Samkvæmt óformlegum athugunum varð þessi strámaður til á Seltjarnarnesi þar sem vinsæll bloggari leit út um glugga á blokkaríbúð sinni á fjórðu hæð og sá fólk fara um nýmalbikaðan hjólreiðastíg. Þótti honum hópurinn fara hratt, yfirfærði hann í snatri yfir á akveginn og hóf síðan reiðilestur með hjálp lyklaborðsins.

Síðan hefur Spandexmaðurinn, sem stundum hefur brugðið sér í latex, verið fastagestur í umræðum um hjólreiðamenningu og samskipti hjólreiðafólks við aðra, sem vilja helst eiga veginn og ráða yfir honum. Hann er alltaf eins, tillitslaus ruddi með rörsýn, stórhættulegur öðrum og eru allir sem á vegi hans verða með lífið í lúkunum. Hér er fyrsta sýnishornið úr safni mínu undir yfirskriftinni: Hjólhestar og reiðhestar.

Í gær duttu konur af hestbaki og var hjólreiðafólki kennt um. Þegar nánar er rýnt í fréttina, hefur þetta hugsanlega gerst nálægt bílastæði, jafnvel á malbiki, en ekki á reiðstígum sem hestamenn vilja helga sér og með réttu því þar þurfa ekki aðrir að vera. Í umræðum um fréttina í hópi hjólreiðafólks leið ekki á löngu áður en strámaðurinn birtist. Þar með fór vitræn umræða út í móa og höfundur strámannsins, klykkti síðan út með neðangreindum orðum eftir að hafa talað af nokkurri þekkingu.

Til umræðu er svæði hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði sem ég þekki ágætlega til eftir 40 ára skokk og hjólreiðar. Samskipti mín við hestamenn hafa verið snurðulaus. Ég er ekki fyrir þeim og þeir ekki fyrir mér. Ég á ekkert erindi inn á reiðstíga og þeir kunna að staldra við áður en farið er yfir götu. Þetta ætti að vera vandræðalaus sambúð. En svo heldur strámannskonan áfram þrátt fyrir skilningsleysi og þekkingarleysi sem hún býr yfir í ríkum mæli, þrátt fyrir meintar áralangar útreiðar á svæðinu.

Það er ekki hægt að eiga málefnaleg skoðanaskipti við fólk sem stagast á svona firrum. Þess vegna tekur maður bara skjáskot.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.