Söfnuðust saman á Geirsnefi í minningu hundsins Lúkasar

Úr skúmaskotum netsins…

hundur af sömu tegund

„Hátt í 150 manns söfnuðust saman á Geirsnefni við Elliðaárvog í klukkan 20 í gærkvöld til að minnast hundsins Lúkasar sem hlaut grimmilegan dauðdaga á Akureyri 16. júní síðastliðinn. Fimm piltar settu hundinn sem týnst hafði frá eiganda sínum ofan í íþróttatösku og spörkuðu henni á milli sín þar til hann gaf upp öndina.
Þetta mál hefur vakið gríðarlega sterk viðbrögð í samfélaginu og gæludýraeigendur héldu minningarvökur á nokkrum stöðum á landinu í kvöld, m.a. á Akureyri, í  Hveragerði og eins og áður sagði á útivistarsvæði hunda á Geirsnefi í Reykjavík þar sem lögð voru blóm að staur merktum Lúkasi.
Málið er nú í rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri. Rökstuddur grunur mun vera fyrir hendi um hverjir brotamennirnir eru en vitni voru að atvikinu. Sjónarvottarnir hringdu á lögregluna en í fréttum Rúv í kvöld kom fram að hún hafi upphaflega ekki talið ástæðu til að koma á staðinn. Einn sjónarvottana fékk líflátshótun í gegnum sms og kaus þess vegna að koma ekki fram fyrr en nú af ótta við að staðið yrði við hótanirnar.


Aðeins eitt mál af mörgum

Elísabet Elín Úlfsdóttir, blaðamaður Eyjunnar, var á Geirsnefi í kvöld. Elísabet sagði fólk hafa verið reitt og að það telji nú nóg komið af ofbeldi gegn dýrum en þetta mál sé aðeins það nýjasta af mörgum sem vitað sé um. „Það voru þarna hundar af öllum stærðum og gerðum og það kæmi mér ekki á óvart að hver einasta hundategund sem fyrirfinnst á Íslandi hafi átt sinn fulltrúa þarna. Margir létu tilfinningar sínar í ljós og fólk var mjög slegið vegna þessa máls,“ sagði Elísabet Elín.

Meintum hundadrápara bárust morðhótanir

Reiðir gæludýraeigendur settu morðhótanir inn á gestabók á vefsíðu 21 árs drengs sem hefur á netinu verið nafngreindur í tengslum við drápið á hundinum. Síðunni var lokað í dag.
Ekki eru það þó allir sem hafa brugðist við með þessum hætti. Maður einn sem ekki vill láta nafns síns getið hefur stofnað sjóð til minningar um Lúkas og hefur sjálfur lagt inn dágóða upphæð á safnreikning sem stofnaður hefur verið fyrir sjóðinn. Tilgangur sjóðsins mun vera að uppfræða börn um dýr og kenna þeim að umgangast þau á réttan hátt.
Lúkas var af tegundinni Chinese Crested en þeir eru minni en kanínur og svipaðir á stærð og minnstu Chihuaha hundar.“

Þessi frétt var á Eyjunni á sínum tíma en var eytt þegar Lúkas kom í leitirnar. Myndir frá Lúkasarvöku eru vandfundnar en á þeim fáu sem til eru, sést fólk harmi slegið, faðmast og hugga hvert annað og hafa uppi háværar yfirlýsingar um dýraníðinga.

Lengi eftir þetta var það sport ferðamanna á Akureyri að kalla á eftir heimamönnum með íþróttatösku: „Lúkas“! Þar var líka haldin vaka.

Hundrað manns á kerta­vöku til minn­ing­ar um hund­inn Lúkas

Um hundrað manns komu saman Akureyri í kvöld til að ...

Um hundrað manns komu sam­an Ak­ur­eyri í kvöld til að minn­ast hunds­ins Lúkas­ar og mót­mæla of­beldi gegn dýr­um mbl.is/​Skapti Um hundrað manns tóku þátt í kerta­vöku í útjaðri Ak­ur­eyr­ar í kvöld til að minn­ast hunds­ins Lúkas­ar, sem drep­inn var á hrotta­leg­an hátt fyr­ir tæp­um tveim­ur vik­um. Flest­ir þeirra sem mættu komu með hunda sína, og höfðu ein­hverj­ir á orði að ekki væri síður um að ræða mót­mæla­stöðu gegn svo hrotta­legri meðferð á dýr­um en minn­ing­ar­at­höfn um Lúkas.

Álíka minn­ing­ar­at­hafn­ir fóru einnig fram í Reykja­vík og í Hvera­gerði.

Lög­regl­an á Ak­ur­eyri frétti fyrst af mál­inu í dag en það hef­ur verið kært og er rann­sókn máls­ins á frum­stigi hjá rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar á Ak­ur­eyri.

Mikið hef­ur verið skrifað um málið á spjallsíðum og blogg­um og hafa gengið þær sög­ur að mynd­band sé til af at­b­urðinum. Ekki er vitað til þess að þetta mynd­band hafi nokk­urs staðar komið fram, þá hef­ur einn hinna meintu gerenda verið nafn­greind­ur og hafa borist al­var­leg­ar hót­an­ir á vefsíður sem hann teng­ist.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.