Bíll er besta vopnið

Ég ætla engan að drepa. En ef til þess kemur er ljóst að dómskerfið hefur kennt mér bestu aðferðina.

Þetta er frétt frá 2014 um hörmulegt banaslys, eins og banaslys eru alltaf. En þetta var sérlega slæmt og olli mikilli reiði í samfélaginu og umræðu á miðlum þess. Vísað er í tengdar fréttir af slysinu sem og dóminn sem gerandi fékk. Sá var athyglisverður:

Ákærða, xxxx, sæti fangelsi í tólf mánuði en fresta skal níu mánuðum af refsingunni og falli hún niður að þremur árum liðnum frá uppsögu dóms, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga.

Ákærða er svipt ökurétti í fjögur ár frá birtingu dómsins að telja.

            Ákærða greiði 1.479.118 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, xxx, héraðsdómslögmanns, 263.550 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Jafnframt greiði ákærða 23.594 krónur í aksturskostnað.

Í fréttum kom fram að áfengismagn í blóði konunnar sem ók framan á bifreið stúlkunnar sem dó, mældist 2,7 prómill. “ Ákærðu var gefin að sök að hafa brotið gegn ákvæði 215. gr hgl. og ákvæðum umferðarlaga nr. 50/1987, fyrir að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis, án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður og farið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bifreið hennar lenti í árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt, og ökumaður þeirrar bifreiðar lést samstundis við áreksturinn. Ákærða játaði strax að hafa framið þau brot sem henni voru gefin að sök. Þá kemur fram í dómnum að ákærða hafi sýnt af sér stórfellt og vítavert gáleysi með akstri sínum. Við mat á refsingu hennar var horft til þess að hún hóf akstur bifreiðar þrátt fyrir að hafa fundið til áhrifa áfengis. Dóttir ákærðu neitaði að keyra henni á þann stað sem hún vildi komast á og við það ákvað ákærða að taka bílinn sjálf og aka af stað. Þetta ber með sér vott um sterkan og einbeittan vilja til þess að brjóta gegn 3. mgr 45.gr umfl. Var horft til þess við ákvörðun refsingar og ákærða dæmd í níu mánaða fangelsi. „

Það þarf ekki að lesa marga dóma í málum sem varða alvarleg umferðarslys eða banaslys (sem stundum heita manndráp af gáleysi). Þau þykja ekki nógu alvarleg til að viðkomandi gerandi sæti refsingu nema til málamynda. En ef notað er annað vopn en bifreið, þyngist refsingin til muna.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.