

Minnið er eins og illa skipulagður harður diskur í gamalli tölvu. Þar er margt sem best væri að gleyma. Annað þarf að leita uppi og það tekst sjaldan. Þessari vísu hafði ég til dæmis gleymt fyrir löngu og ég veit að Sérríður, meint vinkona okkar, sendir mér ekki fleiri af þessu tagi. Ég gleymi því líka oft að í Hafnarfirði búa víst álfar og það er óskráð regla að sýna þeim meðvirkni sem spyrja glaðhlakkalegir hvort maður hafi séð þá. Þá er gott að veifa myndinni sem fylgir færslunni og segjast hafa tekið hana sjálfur fyrir nokkrum árum.