Sæklóþonþus dagsins

Fyrirvari: Ég kann vel að meta framtak Cyclothonsins að safna fé fyrir gott málefni og auðvitað er miður að innkoman stendur ekki undir væntingum. Til að áheitasöfnun gangi vel þarf upplýsingaflæði að vera gott og SíminnCyclothon hvetur fólk til að fylgjast með líksíðu sinni á Fésbók til að „missa ekki af neinu“. Þar var sett inn ein færsla þegar liðin voru komin til Akureyrar. Ekkert eftir það. Áhugasamir (þar á meðal ég) reyndu að spyrjast fyrir en fengu engin svör. Þá tók við tímabil hótfyndni og fimmaurabrandara þar sem spurt var hvort hringja þyrfti í bændur fyrir austan og fá þá til að hlaupa út á hlað til að gá að hjólreiðafólki.

Þetta eru efstu lið í söfnuninni. Þau sem minnst hafa fengið inn, eru með 1000 krónur. Ég ætla ekki að skella skuldinni á forsvarsfólk viðburðarins að öllu leyti en af einhverjum ástæðum var stemmarinn mjög lítill að þessu sinni og illa gekk að ná athygli fólks. Sjá nánar á yfirlitssíðu Cyclothon.

EN áfram með þusið. Ofangreind skjámynd af stöðu fremstu liða er röng, vegna þess að ekkert samband fæst við GPS miðunartæki fylgdarbíls. Þetta sambandsleysi einkenndi Sæklóþonið 2014 þegar ég fór hringinn með félögum mínum og við urðum að sjá sjálfir um að miðla fréttum af gangi mála til stórs hóps ættingja og vina sem vildi fylgjast með. GPS miðunartæki hafði okkur á Akureyri í sólarhring og hrökk inn þegar við vorum að koma í mark. Reynslan 2016 þegar ég fór aftur, var svipuð. Nú er 2021 á dagatalinu og enn er notast við hálfónýta tækni.

Ég vil ekki vera með hrakspár en fá lið í ár endurspegla ákveðið áhugaleysi. Mjög margir hafa merkt við þetta á lífslistanum sem afgreitt og snúa sér að öðru. Það er dýrt (matsatriði) fyrir áhugasama einstaklinga að taka þátt því þátttökugjaldið er 180 þúsund á lið og þá er eftir að leigja fylgdarbíl og kerru, borga bensín, mat, liðsbúninga og fleira tilfallandi. En fólk eyðir jú í annað eins og ánægjan sem fylgir þátttöku í þessum viðburði verður aldrei metin til fjár.

Nú er fyrsta liðið komið í mark. Samkvæmt síðu viðburðarins sem fólk er hvatt til að fylgjast með „til að missa ekki af neinu“ er liðið enn á brúnni yfir Ölfusá. Ég ætlaði að vera við marklínuna og fagna en missti af þeim.

Hér er sýnishorn af eintali sálarinnar á síðu viðburðarins. Ekkert svar lengi vel og þá er gripið til fimmaurabrandara og hótfyndni. 7 klukkutímar líða frá fyrstu fyrirspurn þar til svar fæst og þá er vísað á Instagramsíðuna. Þar er efni háð dugnaði liðanna sjálfra að setja inn og síðan er á sinn hátt heimild um stemmarann á leiðinni hjá sumum. Engum sérstökum upplýsingum er miðlað fram yfir það og tjáknið sem fylgir á sjálfsagt að vera krúttlegt og skapa velvilja. Það heppnast ekki alveg.
Fleiri en ég leggja orð í belg. Sömu svör, engar upplýsingar að ráði.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.