Maðurinn með tittlinginn

Gott er að halda til haga leirburði sem slettist á netið, áður en hann hverfur í hyldýpið. Vegna fyrirspurnar eru hér tilfærðar svonefndar tittlingsvísur í tilefni af kosningaúrslitum næturinnar:

Upphafið

Haustið 2018 fóru nokkrir þingmenn Miðfokksins á Klausturbarinn og töluðu þannig um fólk að öðrum ofbauð en ekki þeim, því þeir voru að sögn formanns fokksins „þolendur“ í þessu máli. Síðan hófust efsökunarbeiðnirnar. Þessi er stílfærð.

Bergþór upplýsti í þessu barspjalli mælikvarða sinn á allt í lífinu, þ.e. tittling sinn. Síðan hefur hann verið kenndur við þetta líffæri í svo ríkum mæli að leitarvélar þekkja mætavel leitarstrenginn „maðurinn með tittlinginn.“ Hann fór í stutt frí frá þingstörfum en mætti aftur og var ofvirkur í málþófi vorið 2019.

Einn í þófi ekki hættur
áfram teygir lopann sinn
þar er fyrir Miðfokk mættur
maðurinn með tittlinginn.

Fyrir jólin 2020 var tekin þessi mynd af Miðflokksmönnum. Á myndina vantar Önnu Kolbrúnu Árnadóttur. Þetta var á föstudegi, kominn fössari í þá félaga.

Fagna saman flöskudegi
fundið hafa barinn sinn
Fyrir miðju er myndarlegi
maðurinn með tittlinginn.

Inn á barinn æstir fara
ölið sest í fellingar
nú má ekki sprúttið spara
og spá í aðrar kellingar.

Út af barnum flokkur fattur
fetar eftir götunum
þar sem Gunnar Bragi brattur
bráðum týnir fötunum.

Eftir þennan þingfokksfund voru opinberuð helstu stefnumálin. Þessi fyrirsögn skaut einkum konum skelk í bringu.

Svo hófst kosningabaráttan og þá var tjaldað því sem til var. Undir lokin var seilst í þráhyggjuskúffuna.

Framundan er vá á vegi
varað getum þingheiminn.
Boðar málþóf Miðfokkslegi
maðurinn með tittlinginn.

Þessi auglýsing er talin hafa riðið baggamuninn. Atkvæðin hrundu af fokknum í kjördæminu og morguninn eftir var ekkert eftir nema að kveðja með hófi á Klausturbarnum.

Út af þingi er nú farinn
Engan hreppir bitlinginn.
Meldar sína menn á barinn
maðurinn með tittlinginn.

Í tilefni af meintum atgervisflótta úr Miðfokknum við brotthvarf Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisfokkinn.

Ósköp þykir fáliðaður fokkurinn

finnur varla leiðina á barinn sinn

nú sitja saman þeir

sorakjaftar tveir

Sigmundur og maðurinn með tittlinginn.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.