Grimm og guðlaus hjörtu

Depill S. Högnason í sparigallanum

Kattafólk og kattaeigendur hafa stofnað marga hópa á fjesbókinni. Sá fjölmennasti, Kettir á Facebook, aðdáendur katta og allir dýravinir, hýsir rúmlega 27 þúsund limi. Árviss umræða er þar og víðar um útivist katta og leggja margir eigendur mikið á sig til að halda þeim inni af meintri tillitssemi við smáfugla. Reynslusögur upplýsa andvökunætur sem skapa mikið álag fyrir börn á heimilinu, stjáklandi ketti sem klóra húsgögn, rispa sófafætur, kúka í fatahrúgur heimilisfólks og víðar og eru varla með réttu ráði meðan á þessu harðræði stendur. Engu breytir þótt viðkomandi beturvitrungum sé bent á bjöllur, trúðakraga og þess háttar dót sem á að hafa fælingarmátt. Þetta fólk hefur í sjálfsánægju sinni og rörsýni ekki komið auga á sitt grimma og guðlausa hjarta.

Ofangreind mynd er af mínu kötti. Það ber sína bjöllu sem heyrist vel í og er þar að auki óttalegur klaufi við fuglaveiðar. Það kemur fyrir að það rogast inn með nýdauðan fugl og skilur hann eftir á góðum stað, t.d. undir stól inni á kontórnum mínum þar til ýldulyktin fær mig til að taka til. Það hefur reyndar veitt mest á haustin þegar þrestir eru mökkölvaðir af berjaáti og slaga hér um stéttina og garðinn. Þetta er þess eðli og mér dettur ekki í hug að reyna að beisla það. Til þess er eðli mitt ekki nógu skítlegt.

Ef ég fengi einhverju þar um ráðið, myndi ég taka kettina af þessu grimma og gvuðlausa fólki og koma þeim í fóstur hjá þeim sem skilja eðli katta og vilja að þeim líði vel. Þetta er ill meðferð á skepnum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.