62 einingar

Háskólaönnin er 13 vikur og síðan tekur við bið eftir einkunnum. Sú síðasta datt inn í gærkvöldi og þar með eru 62 einingar í höfn, grunndiplómanámi er lokið en jeg veit ekki hvort jeg fái skírteini afhent með þar til bærum hætti, enda skiptir það engu máli. Meðaleinkunn á vori er 7.5.

Eins og sjá má af yfirlitinu var lagt upp með 36 einingar en það reyndist einum of stór biti og því var einum kúrsi fórnað því varla fer jeg að starfa við farsrstjórn á suðrænni strönd, úr því sem komið er, enda ruglar það eftirlaunalífið að hafa aukatekjur sem Tryggingastofnun fylgist með eins og fálki sem horfir á hagamýs.

Nám er vinna og þetta var tímafrekt í vetur en jeg er ánægður þegar upp er staðið. Jeg er kominn með góðan grunn í málfræði og orðaforða, get skilið talað mál ef það er ekki óðamála, talað við fólk og get lesið mjer til gagns og yndisauka, enda nóg til af bókmenntum á þessu ylhýra máli. Frekara nám er ekki á dagskrá, alla vega ekki næsta vetur, sem fer í lestur og sjálfsnám með ýmsum hætti.

Mis vacaciones de verano han comenzado oficialmente. Voy a disfrutar la vida, el buen tiempo, cuando venga y relajarme.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.