Afmæli kattarins

Mýs og fuglar missa von mannfólk passar tærnar þegar Brandur Brönduson brýnir á sér klærnar. Hér við Sædýrasafnið var í gær haldinn hátíðlegur afmælisdagur kattarins og þótt hann hafi litla grein gert sér fyrir tímamótunum, fögnuðu meintir eigendur hans ótæpilega. Þessi dagur var kortlagður með ljósmyndum á fésbókinni og vöktu þær ýmist taumlausan fögnuð eða…

Auðveldu áramótaheitin

Um áramót tíðkast að strengja heit og lofa bót og betrun á einhverju sviði. Þessi heit duga oft fram á þorra en þá er úthaldið búið og fólk tekur upp fyrri vellíðan.  Því miður sitja margir uppi með umtalsverð útgjöld og óþarfa kostnað vegna stóryrða í staupagleði. Til þess eru vítin að varast þau og…

Um meðferð á einelti -reynslusaga

Í dag fékk ég þetta bréf, sem hér fylgir.  Það hefði getað komið sem athugasemd við færslu hér fyrir neðan en þar sem höfundur óskar nafnleyndar, varð að samkomulagi okkar að birtingarformið yrði þetta. Mér þykir þetta gott innlegg í umræðuna. „Ég las grein þína Viðurkennt einelti og þótti athyglisverð. Af því tilefni langar mig…

Óheilræðavísur

Ungum er það allra best að óttast Guð, sinn herra, þeim mun viskan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska Guð og gerðu gott, geym vel æru þína. Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita, varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita.…

Nudd, kvalalosti og aðgengi

Ég á í stopulu kvalalostasambandi við sjúkraþjálfara í Borgartúninu. Þótt seigar séu miðaldra manns sinar, þarf stundum að mýkja, þær, nudda og teygja. Þetta get ég ekki sjálfur með góðu móti og heimsæki þá Borgartúnið, þar sem Sjúkri dembir á mig leysigeislum og hita og nuddar síðan þar til ég barma mér ákaflega svo heyrist…

Upprifjun á einelti

Þegar ég byrjaði að kenna, einhvern tíma á síðustu öld, var einelti ekki til. Þá var talað um stríðni, oft í góðlátlegum tón, eins og það væri náttúrulögmál að sumir stríddu og aðrir yrðu fyrir stríðni. Síðan var eineltið skilgreint, skólar unnu eineltisáætlun og kynntu hana fyrir kennurum og skólaskrifstofur réðu sér sérfræðinga og sálfræðinga.…

Merki dagsins

Þetta merki blasir við þeim sem fara um Skipholtið í Reykjavík, úthverfi Hafnarfjarðar. Um Skipholtið liggur nýr hjólreiðastígur og þessi merki minna bílstjóra á umferð hjólreiðafólks. Þótt götur séu þröngar, minnir merkið á þá augljósu staðreynd að bílar eiga ekki forgang fram yfir önnur ökutæki, og það eykur öryggistilfinninguna að vita að 95% ökumanna eru…

Í rusli

Í hrauninu fyrir ofan og vestan Hafnarfjörð er gömul grjótnáma.Sumarið 1984 stóð ég þar löngum með loftbor í höndum og hristist ákaflega meðan borinn át sig niður í bergið. Yfirleitt lauk deginum með sprengingum og fyrirgangi. Grjótinu var síðan ekið í hafnargarðinn í Straumsvík. Í rigningu var þetta sóðalegt og önugt starf, en í góðu…