Ekkifréttir og réttlæting

Sú var tíðin að ég fylgdist vel með íþróttafréttum. En vegna offramboðs á ekkifréttum um íþróttir hefur dregið úr áhuganum jafnt og þétt.  Kannski er ég líka latur að vinsa úr og kannski er lítil umfjöllun um greinar sem ég hef áhuga á, þ.e. þríþraut, hjólreiðar, hlaup og fleira því tengt. Á Íslandi er íþróttum og…

Hossum við heimskum gikki?

„Kæra stuðningsfólk Gylfa Ægis takið eftir og deilið þessu“ Það er greinilegt að við höfum náð miklum árangri þetta ár sem hommastríðið hefur staðið yfir. Ég hef mikið verið að spá í Hinsegin daga og að þessar hommagöngur séu gengnar á hverju ári. Ég er farinn að halda að það sé einhverskonar heilaþvottur á börnum…

Dróttkvæði daganna

Þegar ég las Egilssögu fyrir margt löngu, heillaðist ég af dróttkvæðum Egils og man gjörla eftir Finni Torfa þegar hann fór fastmæltur með „Þél höggr stórt fyr stáli“ og útskýrði.  Bragarháttur dróttkvæða er annars þannig að braglínur eru átta,  hver braglína er 6 atkvæði með þremur áhersluatkvæðum. Fastmótað rím þar sem skiptast á skothendingar og…

Sigríður Andersen sýnir klærnar -spennandi tímar framundan!

„Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill fá að vita hvaða prestar hafa annast guðsþjónustur þær sem útvarpað er í Ríkisútvarpinu á sunnudagsmorgnum. Þá vill hún vita hversu oft þessir prestar hafa talað. Sigríður hefur lagt inn fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi þess efnis. Einnig vill hún að ráðherra svarið í hvaða þáttum RÚV, bæði útvarps…

Hver er ábyrgur?

Stormurinn í tebolla alnetsins í gærkvöldi átti upptök sín í þessari frétt um Menntaskólann á Akureyri.  Það er auðvitað óþarfa smættun að   tala um storm og bolla en svo gæti farið að þetta mál verði gleymt upp úr hádegi í dag. Ég vona að svo verði ekki. Þetta mál bætist í safnið þar sem fyrir eru…

Ólíkt höfumst vér að…

Mismunandi áherslur eru eðlilegar í efnisvali vefsvæða handa lesendum sínum. Smekkurinn er misjafn. Hér eru skjáskot gærmorgunsins og þessa morguns. Þótt umferð um blogggáttina sé ekki eins  mikil og halda mætti og  ekki alltaf að marka tölurnar, gefa þessar niðurstöður samt ákveðna mynd. Vefsetrið Knúz sækir í sig veðrið með umfjöllun í takti við umræðu…

70 milljónir atkvæða

Háar atkvæðatölur í Stjörnuleitinni í Kanans landi hafa vakið athygli í vetur.  Einkum hjá þeim sem þykir keppnin hallærisleg. Aðrir eru himinlifandi. Sjónvarpsstöðin veifar tölunum til marks um áhorfið. Þó eru brögð í tafli. Það er ekki eins og sé eitt atkvæði á mann. Lausleg athugun sýnir að þeir sem kjósa, nýta skammtinn sinn til…

Sér grefur gröf…

Það eina sem var gott við miðmyndina á RÚV í gærkvöldi var íslenski titillinn. Á frummálinu hét myndin Faithful, kvikmyndað sviðsverk, langdregið og illa leikið, enda bótox/collagen drottningin Cher í aðalhlutverki og eru mörg ár síðan hún gat sýnt svipbrigði. Fyrsta klukkutímann stóð til að drepa hana. Ég vona að það hafi tekist og að…