Lokaspurning -fyrsta vísbending

Spurt er um íslenska skáldsögu sem kom út fyrir rúmum tíu árum. Þar segir í upphafi: Þrátt fyrir allt er ég fegin að hafa fæðst. Mitt í stórum myrkum garðinum stendur húsið og horfir niður til mín. Hús eru umgjörð, þykkar kápur utan um daga, sniðgylltar blaðsíður lífsins. Heiti bókarinnar á sérlega vel við á…

Getraunin XiV-þriðja vísbending

Nú eru komin börn í garðinn og danska og íslenska hljóma jöfnum höndum. Minnstu munar að getraunir gleymist við byggingu snjóhúsa. En þriðja vísbending er þessi: Heiti bókarinnar felur í sér tvenns konar einkenni. Hún kom út árið 2005. Faðir höfundar hefur ort um hesta í ákveðnu formi. Hver er bókin og hver er höfundurinn?

Getraunin IX-önnur vísbending

Ég fór í Sorpu fyrir hádegi, tók til í bílskúrnum og skúraði og eftir draumfarir næturinnar og þessa iðju er rétt að vitna í ljóðið Andvaka sem er í þessari bók. En draumarnir og svefninn eru sorpa og sumt fer beina leið í nytjagáminn. Þess má geta að höfundur hefur tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og…

Getraunin XIII-fyrsta vísbending

Á þessu heimili er vaknað með fuglum sem þýðir klukkan sex. Þá er farið á fætur og eldaður hafragrautur. Þetta er sjálfsagt einum of snemmt fyrir spurningaglatt fólk og því var beðið fram eftir morgni með fyrstu vísbendingu. Spurt er um íslenska skáldsögu sem kom út nokkru fyrir síðustu aldamót. Fremst í henni stendur þessi…

Getraunin XI-önnur vísbending

Heiti bókarinnar byggir á alþekktri líkingu sem meðal annars er titill á leikriti eftir rithöfund með ættarnafn. Í síðasta ljóði bókarinnar segir: „Innsæið er vængur sem lyftir kolli hugsunarinnar upp úr gráum djúpum hversdagsleikans.“ Hvað heitir ljóðabókin og hver er höfundurinn?

Getraunin XI-fyrsta vísbending

Spurt er um íslenska ljóðabók. Bókin kom út fyrir um 15 árum. Spekingslegt heiti hennar minnir á tvo mjög ólíka heima. Í upphafi bókar er varað við því að gleypa við fyrsta orðinu. Hver er bókin og hvað heitir höfundurinn?