Þrettán ára…

Ég las Ofsa aftur í dag. Suma kafla er tilvalið að staldra við, fletta upp í ættartölum og lesa sér til, halda áfram og lesa aftur. Svona bók sem fær mann til að draga fram Íslendingasögurnar og rifja upp gömul kynni, á að vera til á hverju heimili. Á kennsluárunum sagði ég nemendum mínum sögur…

Að temja kött

Því er haldið fram af vísum mönnum að ekki sé hægt að temja ketti því þeir séu svo sjálfstæðir eða þrjóskir. Mér er ljúft og skylt að geta þess að heimiliskötturinn Brandur, sem hefði átt að heita Jónas Hallgrímsson, kemur valhoppandi ef ég smelli fingrunum, því hann veit að þá verður honum hleypt út til…

Dýrasta stílabókin

Fyrir nokkrum árum bar skólabyrjun á góma í spjalli við föður tveggja menntaskólapilta. Ég spurði hvort búið væri að kaupa fartölvur handa sonunum. Faðirinn neitaði því og kvaðst ekki sjá neinn tilgang með því að leggja út fyrir svo dýrum stílabókum. Þá voru fartölvur taldar æskilegar í viðkomandi menntaskóla, en ekki skylda. Tölvuleysið virtist ekki…

Kennari fær bætur fyrir vinnuslys

„Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag móðir ungrar stúlku, sem var nemandi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi, til að greiða kennara stúlkunnar rúmar 9,7 milljónir króna í skaðabætur auk 1 milljónar króna í málskostnað. Stúlkan renndi hurð á höfuð kennarans og slasaði hann. Fram kemur í dómnum, að stúlkan hefur verið greind með Aspergerheilkenni. Stúlkunni hafði í…

Verkleg kristinfræði

Ég komst lengi upp með það í skólanum að nota kristinfræðitímana á viðmiðunarstundaskránni í annað og skemmtilegra með samþættingu námsgreina að leiðarljósi. Við kennararnir höfðum frjálsar hendur með að nýta vikustundirnar og mínir nemendur höfðu yfirleitt nóg við tímann að gera. Við ræktuðum auðvitað almennt siðgæði, umburðarlyndi, víðsýni og þá óbilandi trú að öll dýrin…

Er reimt hérna?

Af ýmsum ástæðum eru börn mér ofarlega í huga þessa dagana. Í sex ára bekk gat tekið óratíma að reima skóna á grislingana áður en þau fóru út í frímínútur og bókasafnskennarar komu stundum með krampa í fingrunum eftir erfiðan morgun. Svo komu franskir rennilásar til sögunnar og það bjargaði geðheilsunni. Mig minnir að ég…

Ártöl og tölur

Það flokkast sjálfsagt undir Manilow-heilkennið að eina afrek Halldórs Ásgrímssonar á forsætisráðherraferlinum sem ég man eftir, er að tilkynna lækkun á Hvannadalshnjúki. Gamla talan var 2119 en þá nýju man ég ekki. Mér kom fyrst í hug að með þessu var áratuga ítroðsla barnakennara gerð að engu. Hæð Hvannadalshnjúks var örugg prófspurning. Nú er búið…

Er þetta lausnin?

Einu sinni hélt ég að lausn við öllum skólans vandamálum væri að reka út. Það gera knattspyrnudómarar og ef leikmenn mótmæla dómnum eða láta dólgslega, fá þeir bann. Það þykir hið versta mál. Þegar ég byrjaði að kenna, rak ég oft út og ekki fyrir miklar sakir. Svo lenti ég í því, illa fyrir kallaður…